Karl á kvennaþingi VI – Misskiptingin

Og áfram heldur kvennaþingið. Viðburðir frá morgni til kvölds, viltu mæta 8.15, 9, 10? Viltu vera á fyrirlestrum fram að kvöldmat, eða fram yfir? Um hvað viltu fræðast? Viltu hlusta á umræður um hatursorðræðu gegn konum, hvernig við aukum hlutfall kvenna í karllægum störfum, fræðast um mansal, hlusta á umræður um staðgöngumæðrun, kynjakvóta eða stafrænt … Halda áfram að lesa Karl á kvennaþingi VI – Misskiptingin

Karl á kvennaþingi V – Hatursorðræða gegn konum

Hinn mikli hríðarbylur sem auglýstur hafði verið reyndist ekki alveg eins mikill og búist var við. Sendinefnd Kanada lét sér í það minnsta fátt um finnast og ákvað að halda viðburði sínum til streitu. Það fór því aldrei þannig að ég fengi ekki að halda ræðu og taka þátt í umræðum hér á kvennaþinginu. Umræðuefnið … Halda áfram að lesa Karl á kvennaþingi V – Hatursorðræða gegn konum

Karl á kvennaþingi IV – 70 ár enn af óréttlæti?

Hér er allt á hliðinni vegna hríðarbyls. Ég þrammaði um hverfið, reyndandi að finnast ég ekki mun betur í stakk búinn til að takast á við þetta en aðrir með misgóðum árangri. Mér fannst ég í mínu elementi. Raunin var þó sú að þar sem ég stikaði um á mínum blankskóm innan um vel búið … Halda áfram að lesa Karl á kvennaþingi IV – 70 ár enn af óréttlæti?

Karl á kvennaþingi – III – Stöðnun á Norðurlöndum?

Ég sat málstofu norrænu jafnréttisráðherranna hér á kvennaþinginu fyrr í dag. Þar kom margt athyglisvert fram og það er ljóst að Norðurlöndin vekja mikla athygli og þykja kyndilberar í jafnréttismálum. Enda var vel fullt í salnum, setið á gólfinu og borðum. Áður en ráðherrarnir töluðu fóru tveir sérfræðingar yfir stöðuna. Flest þekkjum við stóru myndina; … Halda áfram að lesa Karl á kvennaþingi – III – Stöðnun á Norðurlöndum?

Karl á kvennaþingi – II

Stórt. Mikið. Yfirþyrmandi. Það er einhvern veginn sú tilfinning sem er allsráðandi hjá mér akkúrat núna, þegar klukkan hér er að skríða í tólf á hádegi. Í fyrsta lagi er það borgin sjálf, New York. Hún er ekki lítil og hér er töluvert af fólki. Í öðru lagi er það kvennaþingið og Sameinuðu þjóðirnar, hvílíkur … Halda áfram að lesa Karl á kvennaþingi – II