Samneyslan dregst saman

Ríkisstjórnin gumar nú af fjármálaáætlun sinni, sem lögð var fram í dag. Þar er kominn ramminn fyrir útgjöldin næstu fimm árinn, ramminn sem fjárlög hvers árs fyrir sig eiga að rúmast innan. Sá rammi, fjármálaáætlunin, á svo að rúmast innan fjármálastefnunnar, sem skýrir kannski hvers vegna við höfum rætt hana í þaula síðustu daga á … Halda áfram að lesa Samneyslan dregst saman

Karl á kvennaþingi X – Og hvað svo?

Kannski er það nýtilkomin þörf fyrir reglu sem tekst á við eðlislæga þörf mína fyrir kaos, en mér finnst að pistlarnir eigi að vera tíu. Og miðað við málefnið gætu þeir hæglega orðið 100, 1000, 10.000. Því miður er af nógu að taka. Ég er einfaldur maður og hef aldrei skilið það af hverju helmingur mannkyns … Halda áfram að lesa Karl á kvennaþingi X – Og hvað svo?

Karl á kvennaþingi IX – Endurskilgreining vinnuhugtaksins

Nú er nýlokið málstofu um valdeflingu kvenna í vinnu. Og eins og á öllum öðrum viðburðum kom hér fram gnótt upplýsinga og hugmynda. Eflaust ekki nýtt fyrir öllum, en allavega fyrir mér, sumt a.m.k., og allt dýpkar þetta skilninginn. Vinicius Pinheiro, fulltrúi Alþjóða þingmannasambandsins í New York, kynnti niðurstöður könnunar sem sýna að 70% kvenna … Halda áfram að lesa Karl á kvennaþingi IX – Endurskilgreining vinnuhugtaksins

Karl á kvennaþingi VIII – Valdefling kvenna og friðarmál

Nú er síðasti dagur formlegrar dagskrár okkar íslensku þingmannanna, en þingið heldur áfram í næstu viku þar sem ályktun/stefna verður samþykkt. Þó þetta hafi verið langir dagar væri ég alveg til í að vera hér áfram og komast betur inn í málin. Dagurinn í dag er undirlagður fundi Alþjóða þingmannasambandsins (IPU) um það hvernig hægt … Halda áfram að lesa Karl á kvennaþingi VIII – Valdefling kvenna og friðarmál

Karl á kvennaþingi VII – ólaunuðu umönnunarstörfin

Nú er dauður tími á ráðstefnunni, verið að bíða eftir því að fara í kokteilboð hjá fastafulltrúa Íslands hjá SÞ. Ég játa að slík boð eru ekki endilega mitt uppáhald, en ég skellti mér þó í betri fötin og mun brosa og spjalla. Dauðan tíma er hins vegar best að nýta til skrifa. Í gær … Halda áfram að lesa Karl á kvennaþingi VII – ólaunuðu umönnunarstörfin