„Óháðir“ sérfræðingar

Að undanförnu hefur húsnæðisverð hækkað verulega, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Raunar hefur verðið rokið upp úr öllu valdi, svo jaðrar við brjálæði. Verktakar sem þurfa ekki að selja íbúðir  í nýreistum húsum þegar í stað geta hagnast um milljónir, nýverið heyrðist  af einum sem gat selt hverja íbúð á fjórum milljónum króna hærra verði með  því … Halda áfram að lesa „Óháðir“ sérfræðingar

Hátt hreykir heimzkur zér

Staksteinar Morgunblaðsins eru merkilegt fyrirbæri, líkt og áður hefur verið fjallað um hér á Múrnum. Miðað við snilld þessa greinaflokks var ljóst að ekki yrði langt að bíða fleiri gullkorna af þeim vettvangi og augljóst að Múrinn þyrfti að beina haukfránum sjónum sínum í átt til steinahrúgunnar á ný. Það sem vekur athygli að þessu … Halda áfram að lesa Hátt hreykir heimzkur zér

Staksteinum kastað úr glerhúsi

Staksteinar Morgunblaðsins er sérkennilegur greinaflokkur. Þar fá einhverjir starfsmenn Moggans tækifæri til að viðra skoðanir sínar á mönnum og málefnum líðandi stundar og vega í skjóli nafnleyndar. Oftar en ekki má hafa nokkuð gaman af þessum greinum, þó ekki væri nema vegna þess að þar fellir Mogginn oftast hlutleysisgrímuna sem hann hefur svo lengi barist … Halda áfram að lesa Staksteinum kastað úr glerhúsi

Grænir aufúsugestir

Grænfriðungar hafa enn á ný heimsótt Ísland og að þessu sinni á hinu nýja flaggskipi sínu MV Esperanza. Að þessu sinni láta þeir nokkuð vel af móttökunum, mótmæli við komu þeirra virðast engin vera og nokkrir af ráðamönnum þjóðarinnar, s.s. forseti Alþingis, hafa látið svo lítið að hitta þá til skrafs og ráðagerða. Undirritaður hefur … Halda áfram að lesa Grænir aufúsugestir

Plagsiðir fortíðarinnar

Mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um hina breyttu jafnréttisstefnu Sjálfsstæðisflokksins. Eins og alþjóð veit fór það óendanlega í taugarnar á dóms- og kirkjumálaráðherra að hann þyrfti að fara að lögum líkt og aðrir þegnar þessa lands, hvað þá að það skyldu vera jafnómerkileg lög að hans mati og jafnréttislögin. Honum fannst engan … Halda áfram að lesa Plagsiðir fortíðarinnar