Albanía skömmuð enn á ný

Eitt af því góða sem efnahagshrunið hafði í för með sér er að nú er Íslendingum tamara en áður að mótmæla. Hegðun sem hingað til var að mestu bundin grasrótarsamtökum þykir nú sjálfsögð fólki úr öllum þrepum samfélagsstigans. Það er hins vegar lykilatriði að mótmælin beinist gegn réttum aðila. Ef á að öskra sig hásan … Halda áfram að lesa Albanía skömmuð enn á ný

Mannréttindi í stað útrásar

Ég upplifi það þannig að útrásarvíkingarnir hafi troðið svo miklum skít yfir landið að efnahagskerfið hrundi. Upp úr því reis þjóðfélag mannréttinda í stað peningadýrkunar." Þetta sagði glöð og reif kona við mig á sunnudagskvöldið. Hún var kát vegna þess að hún hafði lifað sögulegan viðburð, sem og reyndar við öll. Hún varð, fyrr um … Halda áfram að lesa Mannréttindi í stað útrásar

Gullfiskahjálparstarfið

Talið er að um 300 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum á Haítí í janúar. Fólk víða um heim brást við, misskjótt að vísu, gaf fé, íslenskar hjálparsveitir mættu snemma á svæðið og unnu gott starf. Um hríð snerist öll þjóðfélagsumræða hér á landi um Haítí, sjónvarp, útvarp og blöðin voru uppfull af fréttum … Halda áfram að lesa Gullfiskahjálparstarfið

Maður skiptir ekki við hrotta

Jæja. Þá hefur Ísraelum tekist að ganga fram af manni einu sinni enn. Ekki vegna þess að maður hafi til þeirra miklar væntingar; þeir hafa fyrir löngu sýnt að þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna. En einhvern veginn bjóst maður ekki við að þeir sykkju eins lágt og raun ber vitni. En kannski átti … Halda áfram að lesa Maður skiptir ekki við hrotta

Af hverju gerðuð þið ekkert?

Þau tíðindi vöktu nokkurn titring að kanadískt orkufyrirtæki ætti nú þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins. Margir ráku upp ramakvein; hér væri verið að afhenda útlendingum yfirráð auðlinda okkar. Aðrir bentu á að kapítalistar hefðu auðlindirnar í fórum sínum nú þegar; hvort þeir ættu heima í Kanada eða Keflavík skipti litlu. Athyglisvert var að fylgjast með viðbrögðum … Halda áfram að lesa Af hverju gerðuð þið ekkert?