Stjórn hinna vel stæðu stétta

Enn er upp runn­inn sá tími að stjórn­mála­menn þurfa að treysta á almenn­ing, því loks­ins hafa stjórn­ar­flokk­arn­ir, eða að minnsta kosti hluti þeirra, gert sér grein fyrir því að kosn­ingar eru ekki einka­mál þeirra. Kosn­inga­bar­áttan er haf­in, lof­orðin eru farin að streyma, nú er allt í einu lag að gera allt fyrir alla, þó ekki … Halda áfram að lesa Stjórn hinna vel stæðu stétta

EM og töfraryksugan

Sumir eru þeirrar gerðar að þeir eiga erfitt með að horfast í augu við stað­reynd­ir, jafn­vel þó þær séu svo aug­ljósar að jafn­vel vöggu­barni eigi að vera þær ljós­ar. Þetta þekki ég af eigin raun. Ég var heldur ódæll ung­lingur og þótti gaman að hafa mikla gleði og for­eldrar mínir fengu oft og tíðum að … Halda áfram að lesa EM og töfraryksugan

Landsfaðirinn reyndist ófrjór

Um dag­inn lá ég and­vaka, ekki bug­aður af heims­ins böli og áhyggj­um, þó nóg sé nú af því í mínu lífi, heldur vegna fólks sem var á fyll­eríi sem vildi hafa hátt. Frekar en að verða fúll yfir misstum næt­ur­svefni, fór ég að velta mann­legu eðli fyrir mér. Það birt­ist nefni­lega sjaldan jafn ber­lega og … Halda áfram að lesa Landsfaðirinn reyndist ófrjór

Þegar Framsóknarflokkurinn gaf Alcoa 120 milljarða

Hvað gerir pistla­höf­undur þegar yfir hann streyma til­efni til beittrar sam­fé­lags­rýni, upp­ljóstr­anir á upp­ljóst­anir ofan sýna að áhrifa­menn í stjórn­málum földu pen­ing­ana sína svo vel í skatta­skjólum að þeir muna ekki einu sinni eftir því - en muna þó glöggt að af öllu var sam­visku­sam­lega greitt - og meira að segja for­set­inn segir ekki satt … Halda áfram að lesa Þegar Framsóknarflokkurinn gaf Alcoa 120 milljarða

Kæri Bjarni – He’s just not that into you

Það má flokk­ast undir það að bera í bakka­fullan læk­inn að skrifa enn einn pistil­inn um Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son og fáheyrðan dóm­greind­ar­brest hans. Að gera það ekki væri hins vegar að taka þátt í því leik­riti sem hann og heila­þvegnir stuðn­ings­menn hans hafa sett á svið; nefni­lega að reyna að drepa umræð­una og bíða eftir … Halda áfram að lesa Kæri Bjarni – He’s just not that into you