Gamanmál fjármálaráðherra

"Þetta er nú ekkert gamanmál," sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, í pontu fyrir nokkrum mínútum. Tilefnið var að í sérstakri umræðu um gengisþróun og afkomu útflutningsgreinanna vísaði ráðherrann sérstaklega í stefnu Viðreisnar í þessum málum fyrir kosningar; myntráðið góða. Þingheimur hló og það fór öfugt ofan í ráðherrann, sem rak í rogastans, leit hissa … Halda áfram að lesa Gamanmál fjármálaráðherra

Fyrirspurn um starfsmannahald RÚV

Eftirfarandi fyrirspurn lagði ég fram til skriflegs svars frá mennta- og menningarmálaráðherra. Hún lýtur að starfsmannahaldi hjá RÚV, hve margir starfsmenn starfa þar í verktöku og hve margir eru án fastráðningar. Það verður áhugavert að sjá svörin við þessu. Fyrirspurn  til mennta- og menningarmálaráðherra um starfsmannahald RÚV. Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé. 1.      Hve margir … Halda áfram að lesa Fyrirspurn um starfsmannahald RÚV

Ríkisstjórn gamaldags vinnubragða

Jæja, þá er Alþingi hafið á ný og í dag var kosið í nefndir. Sjálfur sit ég sem aðalmaður í umhverfis- og samgöngunefnd og varamaður í atvinnuveganefnd. Það verður spennandi verkefni að vinna að samgöngumálunum, að ekki sé talað um umhverfismálin. En illa byrjar ný ríkisstjórn. Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um ný vinnubrögð og þörf … Halda áfram að lesa Ríkisstjórn gamaldags vinnubragða

Af sannfæringu og svikabrigslum

Þetta eru skrýtnir tímar á þinginu. Enginn starfhæfur meirihluti og þingmenn verða að semja sig í gegnum málin. Það varð m.a. til þess að í fjárlaganefnd skapaðist samstaða um að afgreiða fjárlögin út samhljóða. Flokkar urðu ásáttir um að betra væri að ná saman, ekki fengju allir sitt, en allir fengju þó eitthvað. Það væri … Halda áfram að lesa Af sannfæringu og svikabrigslum