Þúfnalúra, sjálfbærni og byggðamál

Ég hef svo sannarlega átt betri daga. Vaknaði með magakveisu og löng dagskrá framundan i erlendri stórborg. Það er ekki sérstaklega gaman að harka af sér fundi þannig, en lítið annað í boði. Fundirnir sjálfir voru hins vegar mjög áhugaverðir, sem er eina ástæða þess að ég titla þessa færslu ekki Bumbult í Brussel, sem væri þó réttmæt og lýsandi fyrirsögn.

Prógrammið hófst 9.15 í morgun og fyrstu þrír fundirnir voru meira almennar kynningar. Ekki veitti af, því ESB er flókið fyrirbæri með umtalsverðu regluverki og fjölmörgum stofnunum og nefndum. Einhvern veginn virkar þetta þó allt saman.

Síðustu tveir fundirnir voru hins vegar um skilgreindari mál og haldnir á mínu undirlagi. Ég hef s.s. komist að því að þeir fundir sem sérstaklega hef beðið um – sem eru allnokrir – bætast við dagskrána þannig að hún er orðin nokkuð þétt.

Ég fundaði með fulltrúum í Efnahags- og félagsmálanefnd ESB undir lok dags. Á öðrum þeirra fræddist ég sérstaklega um það hvernig ESB hyggst ná sjálfbærnimarkmiðunum fyrir 2030. Ýmislegt gott er að gerast, en nú er sérstaklega verið að huga að því hvernig hægt er að styðja við þá fjölmörgu aðila, félagasamtök, fyrirtæki og fleiri, sem eru að vinna að lausnum hvert í sínu horni. Hvernig hægt er að ná utan um allt sem er að gerast, styðja við, lyfta af gólfinu og upp í framkvæmd sem verður hluti af stefnumótun. Sú sem ég fundaði með taldi nefnilega að það væri ákveðið rof á milli þess sem verið er að gera víða í samfélaginu og svo opinberrar stefnumótunar og fjármögnunar, sem væri oft eftirá.

Síðasti fundurinn fjallaði um sjávarútvegs- og byggðamál. Sá sem ég fundaði með villt að stefna ESB í byggðamálum verði hluti af sjálfbærnimarkmiðunum, enda verði samfélög minna sjálfbær eftir því sem fólk flytur í stærra mæli til borga og heilu landsvæðin verða auð. Þetta er greinilega eitthvað sem ESB er að skoða.

Nú er ég kominn upp á herbergi, að velta því fyrir mér hvort það sé réttlætanlegt að fara að sofa þó klukkan sé bara hálfsjö. Hálfsjö er einmitt brottfarartími héðan í fyrramálið, þegar við höldum til Strassbourg.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.