Samneyslan dregst saman

Ríkisstjórnin gumar nú af fjármálaáætlun sinni, sem lögð var fram í dag. Þar er kominn ramminn fyrir útgjöldin næstu fimm árinn, ramminn sem fjárlög hvers árs fyrir sig eiga að rúmast innan. Sá rammi, fjármálaáætlunin, á svo að rúmast innan fjármálastefnunnar, sem skýrir kannski hvers vegna við höfum rætt hana í þaula síðustu daga á þinginu.

Fjármálaráðherra hreykir sér af auknum útgjöldum til heilbrigðismála, menntamála og ég veit ekki hvað. Þar er nú ekki allt sem sýnist. Því miður hefur ráðherra fallið í þá gryfju að reyna að fegra hlutina eins og hægt er, í staðinn fyrir að vera bara heiðarlegur og einlægur um það hvernig staðan er.

Þannig eru stofnframlög til nýs spítala talin með rekstrargjöldum í sjúkrahúsþjónustu, eins og Stundin bendir réttilega á. Séu þau skilin frá, stendur eftir rúmlega sjö milljarða aukning í sjúkrahúsþjónustu á næstu fimm árum.

Hvað menntamálin varðar ætla ég aðeins að horfa á háskólana núna. Heildarútgjöld til þeirra hækka vissulega um u.þ.b. tvo milljarða á næsta ári, fara úr 40,3 í 42,2 og í lok tímabilsins eiga þau að vera komin í 44,3 milljarða. Í því skyni ber þó að hafa í huga að rektorarar allra háskólanna hafa sagt að það vanti átta milljarða til að ná meðaltali framlaga í OECD-ríkjunum, um framlag á hvern nemanda. Ríkisstjórnin gerir hins vegar ráð fyrir því að sú staða batni aðeins, einfaldlega af því að hún gerir ráð fyrir færri nemendum.

Það sem sýnir okkur þó svart á hvítu hver áform núverandi ríkisstjórnar eru er þessi mynd hér:

Hér má sjá fjármálaáætlun hægri stjórnarinnar í hnotskurn. Samneyslan, sem hluti af vergri landsframleiðslu (VLF), eykst lítillega á þessu ári, en síðan mun hún dragast saman. Árið 2021 verður hún komin undir það sem hún er í dag og verður síðan enn minni. Þetta er hægri stefna sett í mynd.

Það dugar nefnilega skammt að horfa á krónutöluhækkanir, sem vissulega eru til staðar. Upphæðirnar hækka alltaf í takti við verðlag, kostnaðarhækkanir, fólskfjölgun og þjónustubreytingar. Hlutfallið af VLF sýnir hins vegar svart á hvítu hverjar áherslurnar eru.

Það er margt að skoða í þessu, sem ég mun gera á næstu dögum. Það er t.d. hætt við að mörgum bregði í brún við það að sjá að á næstu fimm árum aukist fjármunir í samgöngu- og fjarskiptamál aðeins um 4,5 milljarða króna – yfir allt tímabilið.

Ein athugasemd á “Samneyslan dregst saman

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.