Gamanmál fjármálaráðherra

„Þetta er nú ekkert gamanmál,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, í pontu fyrir nokkrum mínútum. Tilefnið var að í sérstakri umræðu um gengisþróun og afkomu útflutningsgreinanna vísaði ráðherrann sérstaklega í stefnu Viðreisnar í þessum málum fyrir kosningar; myntráðið góða. Þingheimur hló og það fór öfugt ofan í ráðherrann, sem rak í rogastans, leit hissa upp og lýsti svo hlátur þingmanna ómerkan fundinn.

Benedikt virðist reyndar ekki hlátur í huga þessa dagana, en hann verður þó að virða okkur þingmönnum til vorkunnar að finnast eilítið kómískt að sem fjármálaráðherra vísi Benedikt frekar í kosningastefnu flokks síns en stefnu ríkisstjórnarinnar sem hann situr í. Það eru nefnilega töluvert ólíkar stefnur, þegar að gengismálunum kemur.

Það er nefnilega að miklu leyti holur hljómur í því að telja fyrir kosningar ákveðna leið vera þá einu réttu, en vera svo tilbúinn til að semja þá leið af sér til að komast í ríkisstjórn, aðeins til að vísa til hennar í umræðum í dag. Það skiptir nefnilega voðalega litlu máli hvað Viðreisn taldi réttu leiðina fyrir kosningar, aðalatriðið er hvaða stefnu Viðreisn samþykkti að fylgja í ríkisstjórnarsamstarfinu.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.