Fyrirspurn um starfsmannahald RÚV

Eftirfarandi fyrirspurn lagði ég fram til skriflegs svars frá mennta- og menningarmálaráðherra. Hún lýtur að starfsmannahaldi hjá RÚV, hve margir starfsmenn starfa þar í verktöku og hve margir eru án fastráðningar. Það verður áhugavert að sjá svörin við þessu.

Fyrirspurn  til mennta- og menningarmálaráðherra um starfsmannahald RÚV.
Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.
1.      Hve margir verktakar störfuðu hjá RÚV hvert ár 2013–2016 og hve margir þeirra störfuðu samkvæmt ráðningarsamningi? Hvert var hlutfall verktaka af starfsmönnum stofnunarinnar og hvernig skiptust þeir eftir:
a.      RÚV – sjónvarpi,
b.      Rás 2,
c.      Rás 1,
d.      fréttastofu RÚV?
2.      Hve margir verktakanna voru með vikulega þætti eða tíðari?
3.      Hve margir starfsmanna RÚV hafa ekki hlotið fastráðningu og hve stór hluti eru þeir af heildarstarfsmannafjöldanum? Upplýsingar óskast um heildarfjölda og skiptingu eftir hlutum stofnunarinnar, sbr. 1. tölul.
4.      Hver er meðalstarfsaldur þeirra starfsmanna RÚV sem ekki eru fastráðnir og hver er meðalstarfsaldur hjá einstökum hlutum stofnunarinnar, sbr. 1. tölul.?
5.      Hver er lengsti starfsaldur einstaklinga sem ekki hafa fengið fastráðningu hjá einstökum hlutum stofnunarinnar, sbr. 1. tölul.?

Skriflegt svar óskast.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.