Karl á kvennaþingi X – Og hvað svo?

Kannski er það nýtilkomin þörf fyrir reglu sem tekst á við eðlislæga þörf mína fyrir kaos, en mér finnst að pistlarnir eigi að vera tíu. Og miðað við málefnið gætu þeir hæglega orðið 100, 1000, 10.000. Því miður er af nógu að taka.

Ég er einfaldur maður og hef aldrei skilið það af hverju helmingur mannkyns standi kategórískt skör neðar hinum helmingnum. Verandi sósíalisti hef ég þá einlægu sýn að jöfnuður sé hin rétta leið. Almennt séð er ég svo naívur að ég held að í grunninn snúist þetta um að vilja að öllum líði vel og að til þess að við stöndum jafnfætis gagnvart tækifæru og aðstöðu þurfum við stundum að hugsa um eitthvað annað en okkur sjálf.

Ég á tvö börn, son og dóttur. Sú tilhugsun að öðru þeirra verði haldið niðri, fái ekki sömu tækifæri í sömu aðstæðum, njóti ekki sömu launa, fái ekki sama framgang – sú tilhugsun er einfaldlega fáránlega. Ég veit ekkert hvað verður úr mínum börnum, en bæði eru þau föðurbetrungar, en ég veit þó að miðað við hægaganginn við það að jafna stöðu karla og kvenna munu þau vera orðin nokkuð roskin áður en fullu jafnrétti er náð.

Hvað er hægt að gera? Ég ætla ekki að þykjast vera með öll svörin. Ég ákvað að látast ekki vita allt hér, leit á þessa ráðstefnu sem tækifæri til að kynna sér ofan í kjölinn mál sem ég þekkti þokkalega, sumt ágætlega annað síður.

Hér hef ég lært að beinar aðgerðir eins og kvótar skila bestum árangri. Einhvers konar brauðmolakenning í kynjamálum, að markaðurinn muni laga þetta allt án lagasetninga, er jafn útópísk og hin upprunalega brauðmolakenning. Rannsókn ESB frá árinu 2012 sýna að lögboðnir kvótar skiluðu 40% aukningu á konum í áhrifastöðum (aðallega horft þar til Noregs og stjórna fyrirtækja), á meðan hvatar eins og skattaafsláttur skiluðu aðeins 5% fjölgun kvenna. Markaðurinn gerir bara það sem hann kemst upp með og hentar honum best.

En ég hef líka lært að lög og reglugerðir eru eitt, hugarfar annað. Ómeðvitaður launamunur (finnst þetta orð eiginlega betra en óskýrður, þar sem það nær utan um að oft er þetta algjörlega ómeðvitað) hverfur ekki fyrr en það er innprentað í okkur öll að hann sé óeðlilegur. Og eitt er hausatalning, annað mæling á áhrifum. Karlarnir grúppa sig saman þó lögformlega sé jafnri, eða nánast jafnri, stöðu náð, taka ákvarðanirnar annarsstaðar, á golfvellinum, eftir ræktina, strákarnir saman.

Þar kemur menntakerfið til sögunnar. Það þarf að uppfræða um jafnréttismál, um stöðu kynjanna, stöðu kvenna. Það verður að gera á öllum skólastigum, alveg ofan í leikskólann. Það þarf að ala upp kynslóðir sem líta á kynbundinn mun sem eitthvað af þessu skrýtna rugli sem eitt sinn viðgekkst í heiminum. Og það þarf að uppfræða fullorðið fólk líka, fólk sem trúir því að staðan sé önnur en hún er, að þetta sé bara eitthvað þus í góða fólkinu eða eitthvað.

Þetta er í grunninn ósköp einfalt, typpi eða píka eiga ekki að skipta neinu máli. Enn er staðan þó sú að þau gera það.

Ég flýg heim á eftir, töluvert fróðari en þegar ég kom. Þar hitti ég fyrir fólk sem veit mun meira um þessi mál en ég, fólk sem hefur barist í þessu árum og áratugum saman, hefur lagt fram frumvörp, breytt lögum, komið á reglum, beitt þrýstingi, uppfrætt, safnað gögnum og þokað málum áfram. Það fólk ætla ég að hitta, fræðast meira og finna út úr því hvað ég get gert til að hjálpa til.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.