Karl á kvennaþingi IX – Endurskilgreining vinnuhugtaksins

Nú er nýlokið málstofu um valdeflingu kvenna í vinnu. Og eins og á öllum öðrum viðburðum kom hér fram gnótt upplýsinga og hugmynda. Eflaust ekki nýtt fyrir öllum, en allavega fyrir mér, sumt a.m.k., og allt dýpkar þetta skilninginn.

Vinicius Pinheiro, fulltrúi Alþjóða þingmannasambandsins í New York, kynnti niðurstöður könnunar sem sýna að 70% kvenna vilja frekar vinna úti en vera heima. Þau þrjú atriði sem þær oft og tíðum hamla því eru a) léleg eða engin aðstoð við börn, b) lægri laun og minni áhrif en karlar og c) skortur á virðingu, allt frá viðmóti yfir í áreitni og ofbeldi. Þá vill meirihluti karla líka að konur vinni úti.

En þá kemur að því hvað er vinna. Maria S. Floro, prófessor í hagfræði við American University í Washington, kom mikið inn á þetta í sínu tali og horfði sérstaklega til ólaunaðra umönnunarstarfa, sem ég hef gert að umtalsefni hér áður. Ég stóðst ekki mátið að ræða aðeins við hana eftir málstofuna og fá nánari útskýringu á orðum hennar, en hún talaði um nýja skilgreiningu á vinnuhugtakinu.

Hún benti mér á að þessi skilgreining kemur frá Alþjóðlegu verkalýðshreyfingunni (ILO) og benti mér á hvar hana er að finna. Hér er hlekkur á þetta, fyrir þau sem vilja skoða þetta betur, en ég tók mig til og þýddi gróflega það sem mér fannst áhugaverðast við hana.

Vinna er hver sú athöfn sem hver sem er framkvæmdir, óháð kyni eða aldri, til að framleiða vörur eða veita þjónustu sem aðrir nota, eða í eigin þágu.

Síðan koma nokkrir punktar en þessi fyrstur:

a) Vinna er skilgreind óháð því hvort hún er formleg eða óformleg, lögleg eða ólögleg.

Þetta finnst mér góð skigreining á vinnu, af því að hún tekur líka til þess sem ekki er í dag viðurkennt sem vinna; ólaunuðu umönnunarstörfin svokölluðu. Ég hef áður nefnt það mat að verðmæti þeirra á heimsvísu sé tíu trilljónir Bandaríkjadaga á hverju ári, en vandamálið við mat á þessu er bæði tengt skilgreiningum og svo hvernig á að mæla.

Og eins og áður hefur komið fram lenda þessi störf fyrst og fremst á konum.

Floro prófessor sagði líka að hún teldi að allt of mikið væri horft til markaðslegra sjónarmiða, efnahagslegra, þegar rætt væri um vinnumál. Það þyrfti að horfa mun meira til félagslegra þátta. Það þótti sósíalistanum gott að heyra frá hagfræðingnum.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.