Karl á kvennaþingi VII – ólaunuðu umönnunarstörfin

Nú er dauður tími á ráðstefnunni, verið að bíða eftir því að fara í kokteilboð hjá fastafulltrúa Íslands hjá SÞ. Ég játa að slík boð eru ekki endilega mitt uppáhald, en ég skellti mér þó í betri fötin og mun brosa og spjalla. Dauðan tíma er hins vegar best að nýta til skrifa.

Í gær sat ég málstofu um ólaunuð umönnunarstörf. Það var upplýsandi, eins og annað hér. Samkvæmt ILO (Alþjóðlegu verkalýðshreyfingunni) er verðmæti þeirra metið á 10 trilljónir Bandaríkjadala á ári hverju. Og allsstaðar eru það konur sem sinna þeim í miklum meirihluta.

Gary Barker frá Promundo sagði að það ætti einfaldlega að vera markmið á heimsvísu að karlmenn sinntu helmingi þessara starfa. Víða er þó langt í land og þar er Ísland engin undantekning. Konur í öllum tekjubilum sinna þessum störfum mun meira hér en karlar.

Puma Sen frá UN Women minnti svo á að það er ekki bara að þetta séu ólaunuð störf, heldur fylgir þeim ýmiss kostnaður sem aldrei er reiknaður. Rafmagn, ferðalög og ýmislegt fleira sem leggja þarf út fyrir.

Jæja, nú er verið að hóa á okkur í blessað boðið og því verður þetta í styttra lagi að þessu sinni (kannski fagna því einhver…).

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.