Karl á kvennaþingi VI – Misskiptingin

Og áfram heldur kvennaþingið. Viðburðir frá morgni til kvölds, viltu mæta 8.15, 9, 10? Viltu vera á fyrirlestrum fram að kvöldmat, eða fram yfir? Um hvað viltu fræðast? Viltu hlusta á umræður um hatursorðræðu gegn konum, hvernig við aukum hlutfall kvenna í karllægum störfum, fræðast um mansal, hlusta á umræður um staðgöngumæðrun, kynjakvóta eða stafrænt kynferðisofbeldi eða umfjöllun um ólaunuð umönnunarstörf. Eða viltu elta íslensku sendinefndina?

Ég ákvað að gera allavega ekki það síðasta, enda þarf ég ekki að fara til New York til að fræðast um það sem er á seyði í íslenskri stjórnsýslu. Hef þó mætt á eitthvað af viðburðunum og það verður að hrósa íslensku sendinefndinni fyrir vel unnin störf.

Ég verð hins vegar að játa að ég er dálítið eins og krakki í dótabúð hérna. Þó ég hafi einhverja þekkingu á einhverju hér, er það ómetanlegt að geta sest inn á hvern viðburðinn á fætur öðrum og hlustað á reynslusögur og fólk sem er að takast á við vandamálin. Og fræðast.

Í morgun fór ég á málstofu um stöðu kvenna í kakórækt í Gana og hvernig hægt er að efla þær efnahagslega (economic empowerment, hvernig þýðir maður það?). Það var mjög fróðlegt, bæði hvað varðar stöðu kvenna almennt og svo auðvitað í Gana.

Þarna kom til dæmis fram að á heimsvísu leggja konur fram 66% vinnuframlagsins og þær framleiða 50% matvæla. Þær fá hins vegar aðeins 10% launanna og eignarhald þeirra nemur 1%. Þetta vissi ég ekki, en þetta er magnaður andskoti. Hvernig getur þetta verið svona?

Í Gana eru konur 75% af landbúnaðarverkafólki og framleiða 90% matvæla. Það er hæsta hlutfall í heimi, sagði Patricia Appiagyei, kollegi minn á þingi Gana. Karlar eiga hins vegar 75% býlanna, konur fjórðung.

Óréttlætið er víða og ég ætla að taka það með mér héðan að leggja mitt af mörkum til að berjast gegn því.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.