Karl á kvennaþingi V – Hatursorðræða gegn konum

Hinn mikli hríðarbylur sem auglýstur hafði verið reyndist ekki alveg eins mikill og búist var við. Sendinefnd Kanada lét sér í það minnsta fátt um finnast og ákvað að halda viðburði sínum til streitu. Það fór því aldrei þannig að ég fengi ekki að halda ræðu og taka þátt í umræðum hér á kvennaþinginu.

Umræðuefnið var sexismi, kynferðisleg áreitni og ofbeldi gegn kvenþingmönnum. Ótrúlega margt áhugavert kom þar fram, ekki síst frá  Maryam Monsef, sem flúði til Kanada með foreldrum sínum 11 ára gömul frá Afganistan, en er nú ráðherra í ríkisstjórn Kanada, 32 ára gömul. Hún sagði frá því hvernig hún hefði mátt þola svívirðingar, niðrandi athugasemdir og hróp í kanadíska þingu, hún hefði verið tekin fyrir í hverjum fyrirspurnartímanum á fætur öðrum og þingmenn hefðu baulað og kallað. En, hún hefði staðið það af sér og nú væri baulið hætt.

I´m a warrior, sagði hún.

Fyrir mig, forréttindapésann frá Ísland, var mikill lærdómur að hlusta á hana og fleiri konur sem þarna töluðu. Í morgun sat ég svo (eða hálflá, þar sem öll sæti voru upptekin og ég á gólfinu) málstofu um hatursorðræðu gegn konum.

Þær konur sem þar töluðu voru sammála um að nauðsynlegt væri að vekja athygli á öllum slíkum tilvikum. Þó var athyglisvert heyra Carmen Moreno, frá s-amerískum kvennasamtökum, segja frá því að víða væri staðan þannig í álfunni að því fleiri konur sem tækju sæti á þingi þeim mun meira og alvarlegra yrði ofbeldið hjá þeim. Konur eru um 28% þingmanna S-Ameríku, sem þykir (því miður) gott á heimsvísu.

Eva Fehringer, formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðsins, kom með ótrúlega áhugaverðan punkt. Málfrelsi er oft og tíðum vörnin þegar kemur að hatursorðræðu; það megi jú ekki skerða það. Málfrelsið verður þannig skjól fyrir hatursorðræðuna. Ekki hlusta á það, sagði Fehringer, frelsi eins má ekki skerða frelsi annars og hatursorðræða takmarkar málfrelsi kvenna, þaggar niður í þeim.

Því það er einmitt það sem gerist. Konur þora minna að tala, draga sig til baka, loka jafnvel samfélagssíðum og hætta að tjá sig. Þær afplána þannig í raun refsinguna sem brotamaðurinn (já, þetta eru nú oftast karlar) ætti að fá.

Lagasetning er mikilvæg, voru allar sammála um, en hún ein og sér gerði þó ekki allt. Það sem hún þó gerði væri að draga mál af þessum toga fram í sviðsljósið; þegar þetta er orðið lögbrot, þá er frekar fjallað um þetta.

Nú sit ég í aðalsalnum og bíð eftir því að Þorsteinn Víglundsson flytji skýrslu Íslands. Síðan er fullt af áhugaverðum viðburðum í dag og aldrei að vita nema ég skrifi eins og nokkur orð um eitthvað af þeim.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.