Karl á kvennaþingi IV – 70 ár enn af óréttlæti?

Hér er allt á hliðinni vegna hríðarbyls. Ég þrammaði um hverfið, reyndandi að finnast ég ekki mun betur í stakk búinn til að takast á við þetta en aðrir með misgóðum árangri. Mér fannst ég í mínu elementi. Raunin var þó sú að þar sem ég stikaði um á mínum blankskóm innan um vel búið heimafólk var augljóst að ég var sá vanbúni.

Það er engin dagskrá í dag, sem þýðir að ég er ekki að fara að tala á viðburði Kanada um Sexism, harassment and violence against women parliamentarians. Það er leitt og líka að missa af þeim fjölmörgu viðburðum sem voru á dagskrá í gær. En þá er bara að vinna úr því sem fram kom í gær.

Deginum slúttaði með hliðarviðburði sem stóð fram á kvöld og Un Women, Sviss og Ísland stóðu að, þar sem frumkvæðinu Equal Pay Champions hleypt af stokkunum. Þetta var vel heppnaður viðburður, fullt af áhugaverðu fólki – aðallega konum – að tala um áhugaverð mál, selebbin á sínum stað og almennt var þetta allt áhugavert. Alveg fram að lokunum þegar Abby Wambach og Patricia Arquette stýrðu salnum í víkingaklappi „a viking thing from Iceland“ þar sem kallað var eftir jöfnum launum. Þrátt fyrir gott málefni leyfði ég mér að lauma mér úr salnum á meðan…

Óútskýrður launamunur kynjanna á heimsvísu er 23%. Að meðaltali, sem þýðir að sumstaðar er hann minni en víða mun meiri. Það hefur dregið úr honum á síðustu árum, áratugum og öldum. Staðan er þó sú að með sama hraða tekur 70 ár að útrýma honum og koma því ástandi á að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu óháð kyni.

Það gengur augljóslega ekki og því er beinna aðgerða þörf. Ýmsar slíkar voru kynntar, sem ég verð að kynna mér betur áður en ég fer almennilega út í. Það verður að segjast að jafnlaunavottun ríkisstjórnar Íslands vakti mikla athygli og væntingar, dró jafnvel fram tár á hvarma. Ábyrgð ríkisstjórnarinnar er því mikil að það verkefni verði raunverulegt tæki til að laga stöðuna. Þorsteinn Víglundsson sagði gestum að ríkisstjórnin væri tilbúin með frumvarp og hygðist leggja það fram í vor og um áramót yrði vottuninni komið á. Þó gæti sú staða komið upp að samið yrði um hana í kjarasamningum. Það er ekki eins og ríkisstjórnin hafi allan tíma í heimi, síðasti framlagningardagur frumvarpa er 1. apríl.

Jafnlaunavottunin er annars mál sem ég mun ræða betur um síðar og þá fjölmörgu fleti sem á henni eru.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.