Karl á kvennaþingi – III – Stöðnun á Norðurlöndum?

Ég sat málstofu norrænu jafnréttisráðherranna hér á kvennaþinginu fyrr í dag. Þar kom margt athyglisvert fram og það er ljóst að Norðurlöndin vekja mikla athygli og þykja kyndilberar í jafnréttismálum. Enda var vel fullt í salnum, setið á gólfinu og borðum.

Áður en ráðherrarnir töluðu fóru tveir sérfræðingar yfir stöðuna. Flest þekkjum við stóru myndina; atvinnuþátttaka kvenna er óvíða meiri (oft í kringum 80%), fleiri konur útskrifast úr háskólum og þeim fjölgar í stjórnmálum og stjórnum fyrirtækja. Farið var yfir beinar aðgerðir; kvóta í stjórnum fyrirtækja og svo fæðingarorlof, sérstaklega fyrir karla.

Það sem vakti athygli mína voru hugleiðingar Mari Teigen, annars sérfræðingsins, um að þrátt fyrir allar jákvæðu fréttirnar væri kannski komin ákveðin stöðnun í jafnréttismál. Jú, atvinnuþátttaka kvenna væri góð og menntun og öll þau stóru skref, en samt væri kynbundinn launamunur enn við lýði og fullu jafnrétti ekki náð. Og væntingar um að kvótar í stjórnir fyrirtækja myndu þýða fjölgun kvenna í framkvæmdastjórn og stjórnendastöðum hefðu ekki gengið eftir. Hvað það síðarnefnda varðaði væri staðan svipuð og í Bandaríkjunum.

Fæðingarorlof karla hefði ekki breytt því; enn væru þeir frekar ráðnir í stjórnunarstöður en konur.

Lynn Roseberry, bandarísk kona sem búið hefur í Danmörku síðan á tíunda áratugnum, lagði síðan gríðarmikla áherslu á mikilvægi opinbers velferðakerfis á Norðurlöndunum; hvað varðar menntun, leikskóla, fæðingarorlof, heilbrigðisþjónustu o.fl. Tók hún þar undir orð Teigen og raunar margra ráðherranna. Það skýrði að miklu leyti muninn á Norðurlöndum og öðrum löndum.

Það er athyglisvert að velta því fyrir sér hvort við höfum náð stöðnun í jafnréttismálum. Roseberry lagði áherslu á að þrátt fyrir langa sögu jafnréttismála á Norðurlöndum hefðu ekki orðið breytingar þegar kemur að menntun á því sviði. Krökkum væri ekki kennt um jafnréttismál og kennaranemar lærðu ekki sérstaklega um þau. Það væri nauðsynlegt að koma kennslu um jafnréttismál inn í menntakerfið, breyta hugarfarinu.

Það rímar vel við stefnu Vinstri grænna í kvenfrelsismálum, þar sem segir: Tryggja þarf menntun á sviði jafnréttis og kynjafræði á öllum skólastigum.

Jæja, nú er að hefjast hringborð um sjálfbæra þróun: Full and productive employment and decent work for all: how can Sustainable Development Goal 8 be realized for women by 2030. Við íslensku þingmennirnir sitjum í salnum og fylgjumst með.

Meira síðar.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.