Karl á kvennaþingi – II

Stórt. Mikið. Yfirþyrmandi. Það er einhvern veginn sú tilfinning sem er allsráðandi hjá mér akkúrat núna, þegar klukkan hér er að skríða í tólf á hádegi. Í fyrsta lagi er það borgin sjálf, New York. Hún er ekki lítil og hér er töluvert af fólki. Í öðru lagi er það kvennaþingið og Sameinuðu þjóðirnar, hvílíkur fjöldi fulltrúa hvaðanæva af úr heiminum sem hér er samankominn. Konur í miklum meirihluta, en líka karlmenn. Biðraðir, fólksmergð, hvert sæti setið. Eftir langa leit fann ég stað fyrir mig og tölvuna mína í herbergi sem er kallaði á lýsandi hátt Overflow Room.

En fyrst og fremst er tilfinningin gagnvart viðfangsefninu. Að hlusta á fulltrúa ýmissa nefnda og ráða SÞ lýsa því sem við er að kljást, sitjandi í húsi SÞ, setur málið í raunverulegra samhengi.

Að konur þurfi að ná jafnvægi á milli vinnu og heimilis, takast á við ofbeldi á vinnustað, kynferðislega áreitni og lægra kaup fyrir sömu vinnu. Þetta er niðurstaða könnunar sem SÞ gerði í fjölda landa um konur og vinnumarkað. Taka þurfi á ólaunuðum umönnunarstörfum, laga launastrúktúrinn og breyta menningu á vinnumarkaði.

Og hér sit ég, karlmaðurinn sem aldrei hef lent í neinu af þessu, hef lifað í minni forréttindastöðu með mitt typpi, farið fram á mitt og oftast fengið.

Ungu konurnar sem töluðu hér áðan voru inspíreandi. Þrjár ungar konur sem eru fulltrúi ungliðaþingsins hérna. Voru ekki með neitt hálfkák; við ráðum yfir okkar eigin líkama, við eigum réttinn til sömu virðingar, launa, menntunar, aðstöðu og karlar. Og í lokin stóðu fulltrúar upp þeim til stuðnings.

Og ein þeirra kom inn á að unga kynslóðin í dag er síðasta kynslóðin sem raunsætt er að geti tekist á við loftslagsbreytingar á nokkuð yfirvegaðan máta. Og að því þurfa konur og karlar að koma saman. Jafnt.

Það hefur raunar verið athyglisvert hve mikil áhersla er á sjálfbæra þróun hér. En meira um það, og margt fleira, síðar.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.