Karl á kvennaþingi – I

Ég sit á flugstöðinni á leiðinni til New York, á kvennaþing Sameinuðu þjóðanna, hvorki meira né minna. Við förum þrjú úr þinginu, ég, Hildur Sverrisdóttir og Vilhjálmur Árnason. Þetta er í fyrsta skipti síðan í niðurskurðinum eftir hrun sem Ísland sendir þingmenn á kvennaþingið og var sérstaklega beðið um karlkyns þátttakendur.

Þetta verður áhugavert, svo ekki sé meira sagt. Dagskráin er þétt, frá morgni til kvölds, og við verðum alla vikuna. Bæði eru ótal opinberir viðburðir, en á svona ráðstefnum er ekki síður áhugavert að fylgjast með því sem frjálsu félagasamtökin, NGO, hafa fram að færa.

Það á eftir að vera úr nógu að velja af ráðstefnum, fyrirlestrum, seminörum og pallborðum, en ég er bókaður á einn viðburð fyrir hönd Íslands. Þar er um að ræða málstofu á vegum Kanada um Sexism, harassment and violence against women parliamentarians. Óskað var eftir þátttöku Íslands og aftur sérstaklega beðið um karl. Hér má skoða nánar hvað verður rætt þar.

Ég fer fyrst og fremst út til að fræðast og mun reyna að miðla því. Bæði jafnóðum, á þessari síðu, en eins og þegar heim er komið. Ég þigg með þökkum allar ábendingar, reynslusögur, tilmæli, eða ráðleggingar. Ég vil gjarnan taka þátt í sem mestu og best er ef ég get komið vel á framfæri íslenskum veruleika í þessum efnum. Endilega hafið samband, hér eða á kolbeinnp@althingi.is og það mun nýtast mér vel.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.