Ákall um ómöguleika

Það hefur verið gríðarlega lærdómsríkt að vera kjörinn á þing, bæði hvað varðar þingstörfin sjálf en ekki síst þegar að stjórnarmyndunarviðræðum kemur. Þar hefur á ýmsu gengið. Hvað okkur Vinstri græn varðar sýnist mér, miðað við umræðuna undanfarnar vikur, vera uppi hávært kall um ómöguleika.

Mér sýnist krafan vera þessi:

Við megum ekki láta viðræður brjóta á auknum ríkisútgjöldum, og nauðsynlegri tekjuöflun, en við afgreiðslu fjárlaga eigum við einmitt að láta brjóta á auknum ríkisútgjöldum og nauðsynlegri tekjuöflun.

Við megum ekki ræða við Sjálfstæðisflokkinn (sem við höfum ekki formlega gert), en málefnin hrein og tær eiga að ráða för.

Við eigum að mynda vinstristjórn, þó að vinstrið sé ekki í meirihluta á þingi. Krafan virðist vera sú að flokkar hægra megin við miðju verði allt í einu miðjuflokkar og þannig eigum við að semja við þá.

Við eigum að standa fast á kröfum okkar um félagslegar áherslur og uppbyggingu innviða, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfis, en samt að mynda ríkisstjórn.

Við berum ábyrgð á ríkisstjórn sem við mögulega myndum, en líka á ríkisstjórn sem einhverjir aðrir flokkar gætu verið að mynda.

Nú er víst árstíð kraftaverkanna og kannski eitt slíkt gerist og það takist að hrista saman hæfilega blöndu olíu og vatns, með hæfilegum skammti af dyn kattarins, rótum bjargsins, anda fisksins og fugls hráka.

En hvað sem gerist efa ég ekki að það verður áfram hlutverk mitt og annarra stjórnmálamanna að svara fyrir ólíkar kröfur sem ekki geta farið saman. Um það snýst víst pólitíkin og okkar er að standa undir því.

Gleðileg jól.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.