Af sannfæringu og svikabrigslum

Þetta eru skrýtnir tímar á þinginu. Enginn starfhæfur meirihluti og þingmenn verða að semja sig í gegnum málin. Það varð m.a. til þess að í fjárlaganefnd skapaðist samstaða um að afgreiða fjárlögin út samhljóða. Flokkar urðu ásáttir um að betra væri að ná saman, ekki fengju allir sitt, en allir fengju þó eitthvað. Það væri þó skömminni skárra en að halda sig við óbreytt fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. Það samkomulag náði þó ekki yfir bandorminn, þ.e. tekjuhliðina. Við í Vinstri grænum ítekuðum að þar myndum við leggja fram okkar tillögur; tillögur sem miðuðu að því að afla tekna í anda ábyrgrar fjármálastjórnunar og hefðu jöfnuð í för með sér. Það virðist hafa farið öfugt ofan í marga aðra þingmenn.

Ég verð að játa að ég klóra mér í höfðinu yfir nýafstaðinni atkvæðagreiðslu. Þingmenn komu upp í pontu og lýstu sig sammála þeim breytingum sem við lögðum til, en þó gætu þeir ekki stutt tillögurnar. Það olli mér sérstaklega miklum vonbrigðum að Samfylkingin gæti t.d. ekki stutt tillögur um hækkun barna- og vaxtabóta, hækkun sem flokkurinn studdi þó á síðasta ári. Og tal um að síðan tökum við höndum saman um að berjast fyrir þessu er hálfmarklaust, er þá ekki rétt að berjast saman fyrir því núna?

Annars finnst mér línur vera að skýrast nokkuð. Mikill samhljómur var á milli núverandi stjórnarflokka og Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Sérstaklega viritst það fara í taugarnar á Bjartri framtíð að við skyldum leggja fram okkar tillögur og sá grunur læðist að manni að á bak við tjöldin sé að fæðast sú stjórn sem afgreiðsla bandormsins sýndi.

Þingmönnum ber að greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni. Samkomulag um afgreiðslu fjárlaga trompar ekki þá sannfæringu þegar kemur að afgreiðslu bandormsins, allra síst þegar ekkert samkomulag var um að leggja ekki fram tillögur þar.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.