Mýtan um hallalaus fjárlög

Það virðist vera nokkuð viðtekin skoðun að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lagt fram hallalaus fjárlög fyrir árið 2017. Það er fullyrðing sem þarfnast nánari skoðunar við, þó ekki væri nema vegna þess að Bjarni skilar auðu í verkefnum sem Alþingi fól honum að koma fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Þar ber samgönguáætlun hæst, en viðbætur við hana voru samþykktar samhljóða á Alþingi skömmu fyrir kosningar. Mér reiknast til að þar vanti um 13-15 milljarða inn í fjárlagafrumvarpið og við það má svo bæta þökum á heilbrigðiskostnað upp á 1,3-1,8 milljarða, en þau eru ófjármögnuð. Þá standa fleiri verkefni út af sem óljóst er hvernig á að fjármagna. Það er ekki mikið vandamál að skila hallalausum fjárlögum þegar maður einfaldlega sleppir háum útgjöldum, en slík úrlausn fengi ekki háa einkunn á stærðfræðiprófi í grunnskóla. Það má vel vera að fjárlögin 2017 verði á endanum hallalaus, en það verður þá eftir umfangsmikla vinnu þar sem fjármagn verður sett í verkefni ríkisins. Það er verkefni sem ekki er hægt að heykjast á.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.