Einstakt tækifæri á Alþingi

Nú er verið að ræða fjárlög starfsstjórnarinnar. Þetta verður áhugaverð umræða, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki meirihluta á bak við sig og þetta eru því ekki fjárlög stjórnarmeirihlutans. Það setur aukna ábyrgð á herðar okkar þingmanna. Þetta er í raun ótrúlegt tækifæri, já mig langar að segja sögulegt, fyrir þingið að sýna í verki sjálfstæði sitt. Ýmislegt stendur út af og það er ekki boðlegt að fjármálaráðherra hafi kosið að heykjast á því verkefni sem þingið fól honum í samþykkt útgjalda skömmu fyrir þinglok og þá þýðir ekkert að vísa í einhver kosningaloforð. Samgönguáætlun var til að mynda samþykkt samhljóða og ráðherra fékk það verkefni að vinna að fjármögnun hennar. En nú hefur þingið færi á því að setja sitt mark á frumvarpið. Þar er mikilvægt að þingmenn detti ekki í flokkadrætti og blindist af öðrum hagsmunum en þeim að vinna vel. Nú sést hvaða flokkar meintu eitthvað með því sem þeir sögðu fyrir kosningar um stóraukna uppbyggingu innviða. Spennandi tímar.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.