Þinginu allt!

Hvernig er best að bíða þingsetningar? Jú, á kaffihúsi að starta nýjum lið á heimasíðunni. Hér ætla ég s.s. að birta stuttar hugleiðingar mínar um stöðuna í pólitíkinni, þingstörfin, hvað er efst á baugi hverju sinni. Þetta verða ekki langlokur, mun fremur í anda hins góða dálks í Fréttablaðinu sem ber sama nafn, en oft hef ég skrifað hann í gegnum tíðina. Eftir skamma stund verður þing sett og síðar í dag verður fjárlagafrumvarpinu dreift. Það er athyglisverð vinna fram undan, enginn meirihluti á þingi, starfsstjórnin situr enn, formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru ekki hafnar, en við í Vinstri grænum veittum formanninum umboð í gærmorgun til að hefja þær. Þetta hlýtur allt að koma í ljós fljótlega. Á meðan starfsstjórnin situr þarf þingið að koma sér saman um málin, mynda samstöðu um málin án afmarkaðra lína. Það er spennandi. Í raun má segja að vald þingsins gagnvart framkvæmdavaldinu sé mun meira í þessari stöðu, en oft hefur verið kallað eftir því að efla löggjafavaldið. Jæja, best að koma sér niður á þing og undirrita eitt stykki drengskapareið.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.