Stöndum vörð um landvörsluna

Ferðaþjónustan hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár, enda hefur verið fordæmalaus fjölgun ferðamanna á Íslandi. Því miður hefur núverandi ríkisstjórn látið reka á reiðanum að samþykkja stefnu í þessum málum, þrátt fyrir að fólk úr geiranum hafi sjálft kallað eftir því. Vinstri græn samþykktu á dögunum ferðamálastefnu þar sem tekið er á þeim fjölmörgu efnum sem tengjast ferðaþjónustunni. Mig langar að horfa til einstaks þáttar, nefnilega landvörslunnar.

Framlög til uppbyggingar innviða hafa því miður allt of oft verið tengd umræðu um gjaldtöku þegar kemur að ferðamönnum. Þannig hafa deilur um komugjöld, gistináttagjöld, náttúrupassa, bílastæðagjöld og hvað þetta allt heitir yfirtekið umræðuna og nauðsynlegri uppbyggingu ekki verið sinnt.

Staðreyndin er hins vegar sú að ferðaþjónustan skilar milljarðatugum, sumir hafa nefnt 70 milljarða, til samfélagsins nú þegar. Nauðsynlegar aðgerðir eiga því ekki að sitja á hakanum af því að ekki er búið að tryggja sértæka tekjustofna til að standa undir þeim.

Landvarsla er gríðarlega mikilvæg. Það skiptir öllu að standa vörð um náttúruna og gæta að því hvernig umgangur og dreifing gesta er um viðkvæm svæði. Ríkisstjórnin ætti því án tafar að setja fjármuni í aukna landvörslu. Það getur hún gert með því að láta þá renna beint til sveitarfélaganna eða byggðasamlaga í tilfelli smærri sveitarfélaga. Þá þarf að setja sérstaka fjármuni til þeirra stofnana sem sjá um utanumhald, svo sem Umhverfisstofnunar.

Landvörslu á mikilvægum svæðum, eins og á þjóðgörðunum okkar, þarf að efla til muna og það er ekki boðlegt að slíkt sé sett í samhengi við beina gjaldtöku og látið bíða ákvarðana þar um. Það er skylda okkar sem byggjum þetta land að skila því til afkomenda okkar í ekki verra, og helst betra, ásigkomulagi en við tókum við því.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.