Ríkisstjórn tekjuhæstu tuttugu prósentanna

Katrín Jakobsdóttir beindi í vikunni fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnhagsráðherra vegna fregna um að tekjur efstu tekjuhópanna væru að aukast langt umfram aðra, þeir ríkustu ættu sífellt meira. Katrín spurði Bjarna hvort ekki væri rétt að nota skattkerfið sem jöfnunartæki, nokkuð sem við í Vinstri grænum teljum að rétt sé að gera. Bjarni hafði litlar áhyggjur af þessu og sagði orðrétt:

„Í tíð þessarar ríkisstjórnar höfum við beitt okkur fyrir skattalækkunum sem hafa sérstaklega skilað sér til millitekjufólksins.“

Nú vill svo til að skattbyrði er eitthvað sem hægt er að kanna, þannig að stjórnmálamenn geta ekki sagt hvað sem er í þeim efnum. Skoðum því hver staðan er, skattbyrðina eftir tekjubilum, tíundahlutum, en skiptum síðustu tíundinni í tvö bil.

Svona er staðan þegar beinir skattar alls eru skoðaðir, almennur tekjuskattur að frádregnum bótum, útsvar, fjármagnstekjuskattur, auðlegðarskattur sem hlutfall af heildartekjum, þ.e. almennum tekjum og fjármagnstekjum.

skattbyrdi-2012-2015

Og til að gæta allrar sanngirni skulum við líka skoða þetta án auðlegðarskattsins, sem núverandi ríkisstjórn kaus að framlengja ekki.

skattbyrdi-2012-2015-anaudlegdar.png

Niðurstaðan er mjög skýr. Myndirnar, sem byggja á gögnum af heimasíðu RSK, bera saman skattbyrði beinna skatta hjá hjónum og öðrum samsköttuðum eftir tekjubilum. Þær sýna, svo ekki verður um villst, að skattbyrði hefur aukist hjá öllum nema hjá tekjuhæstu 20%. Þar hefur hún minnkað – og minnkað langmest hjá þeim 5% sem hæstar hafa tekjurnar. Sú jöfnun sem Vinstri græn komu inn í skattkerfið í síðustu ríkisstjórn er horfin út í veður og vind. Af því hefur Bjarni hins vegar engar áhyggjur.

Ríkisstjórnin, með fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni, er nefnilega ríkisstjórn þeirra 20% tekjuhæstu. Ekki okkar hinna.

Þetta dæmi sýnir að Bjarni Benediktsson, sem er ekki bara formaður Sjálfstæðisflokksins heldur einnig fjármála- og efnahagsráðherra íslenska ríkisins, er gjarn á að fara frjálslega með staðreyndir í umræðum um ríkisfjármál. Ég hef áður bent á þessa áráttu hans í grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Segðu satt, Bjarni“. Þessi grein varð tilefni fyrirspurnar til staðreynda- og samfélagsvaktar Vísindavefs Háskóla Íslands sem birt var svar við í dag. Þar er staðfest að Bjarni fór fram með villandi málflutning af því það hentaði honum.

Ég er svo einfaldur maður að mér finnst að stjórnmálamenn eigi bara að segja satt. Því miður hefur það sýnt sig að stundum er það til of mikils mælst og oft og tíðum virðist reglan vera sú að þeir hafi það sem hentugra reynist.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.