Masað um málefni II – Sjálfbært atvinnulíf

Vinstri græn hafa frá stofnun talað fyrir nýsköpun, grósku og fjölbreytni í atvinnulífinu. Lengi vel þótti gaman að gera grín að þessu gildismati hreyfingarinnar, Vinstri græn voru sögð á móti öllu og öllum af því að þau skrifuðu ekki upp á stóriðjuframkvæmdir í sovéskum anda sem einu lausnina í atvinnumálum Íslendinga. Hlegið var að flokknum, hann kenndur við fjallagrös og með súpandi hveljum var tautað um barnaskap og bláeygni þegar kæmi að alvöru málum eins og fabrikkum í hvern fjörð. Nú er öldin önnur og aðrir flokkar hafa áttað sig á því að drifkraftur atvinnulífsins býr ekki í risafabrikkunum.

Vinstri græn telja að framtíð byggða landsins, atvinnu og efnahags byggist á jöfnum tækifærum óháð búsetu, virðingu fyrir náttúrunni og gróskunni sem þrífst í fjölbreytninni. Þetta er nýtt gildismat sem, eins og áður segir, margir skreyta sig nú með, en hefur verið kjarninn í atvinnustefnu Vinstri grænna frá upphafi. Stefnu sem byggir á sanngjörnum kjörum, réttlátu skattkeerfi, öflugri menntun, sjálfbærni, jöfnuði, félagslegu réttlæti og samvinnu.

Það verður að tryggja að lægstu laun dugi fyrir grunnframfærslu og upphæðir almannatrygginga fylgi launaþróun. Það er gríðarlega mikilvægt að koma í veg fyrir mansal, misnotkun á vinnuafli og félagsleg undirboð. Til þess þarf samstarf við verkalýðshreyfinguna og innleiða verður keðjuábyrgð í lög þannig að ekki sé hægt að þvo hendur sínar af þeim málum sem koma upp og benda á undirverktaka.

Sjálfbærni er grunnhugtak í stefnu Vinstri grænna og það verður að standa vörð um auðlindir landsins. Það þýðir að við viljum skila þeim í betra ástandi til komandi kynslóða. Öll auðlindanýting, hvaða nafni sem hún nefnist, á að byggja á þeirri hugmyndafræði og því að aulindirnar eru þjóðareign og arðurinn nýtist fólkinu í landinu. Atvinnulífið þarf að vera sjálfbært, í sátt við umhverfið og ekki ganga á hagsmuni komandi kynslóða. Fjárfesting í rannsóknum og nýsköpum er því gríðarlega mikilvæg.

Endurskoða verður stuðningskerfi atvinnulífsins, þar sem það endurspeglar mun einfaldara atvinnulíf en nú blasir við. Nægir að líta til ferðaþjónustunnar, sem hvað hæst ber í umræðunni nú um mundir, en vöxturinn þar hefur verið svo hraður síðustu árin að kerfið hefur einfaldlega ekki ráðið við það.

Hvað ferðamálin varðar munum við kynna sérstaka stefnu um þau á morgun. Það er ekki vanþörf á því að seja sérstefnu um þá atvinnugrein og ég mun fara betur yfir hana á morgun. Kaflann um atvinnumál í kosningaáherslu Vinstri grænna má hins vegar finna hér.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.