Ekki láta ljúga að ykkur

Stundum þarf ekki að hafa mörg orð um málin. Nú líður að kosningum og á næstu dögum og vikum munu allir flokkar lofa því að setja skrilljónir í heilbirgðiskerfið. Sú staðreynd að kannanir sýna að heilbrigðismál skipta kjósendur mestu máli ýtir enn frekar undir það. Þegar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur lofa auknum fjármunum í heilbrigðiskerfið, er gott að skoða þessa mynd. Hún er frá OECD og sýnir að á milli áranna 2014 og 2015 lækkuðu útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu, fóru úr 8,86% í 8,77%.

screen-shot-2016-09-22-at-12-36-56

Hér sést að í miðri kreppu dragast útgjöldin saman, eins og eðlilegt hlýtur að teljast, en strax árið 2012 aukast þau á ný, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þau halda áfram að aukast, fram til ársins 2015, en þá dragast þau saman.

Af hverju? Nú hafa ráðamenn gumað af því hve þeir hafi unnið gott verk við að bæta efnahag landsins, þeir tala oft og tíðum þannig að þeir séu kraftaverkamenn sem verði að vera áfram við völd. Þeir verða hins vegar að útskýra þennan samdrátt og þar nægir ekki að tala um að landsframleiðslan hafi aukist eða dregist saman eða hvað það nú verður sem verður notað sem afsökun. Ef menn segja að heilbrigðismál séu í forgangi, þá verða gjörðir að fylgja þeim orðum.

Höfum þetta í huga þegar loforðaflaumurinn kemst á skrið.

 

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.