Landsfaðirinn reyndist ófrjór

Um dag­inn lá ég and­vaka, ekki bug­aður af heims­ins böli og áhyggj­um, þó nóg sé nú af því í mínu lífi, heldur vegna fólks sem var á fyll­eríi sem vildi hafa hátt. Frekar en að verða fúll yfir misstum næt­ur­svefni, fór ég að velta mann­legu eðli fyrir mér. Það birt­ist nefni­lega sjaldan jafn ber­lega og þegar kemur að djamm­inu; þá verða þær reglur sem oft­ast ríkja um mann­leg sam­skipti óljós­ari og lof­orð gleym­ast. Stundum sér fólk eftir hegð­un­inni, biðst afsök­unar og hleypst ekki undan neinu, enda yfir­leitt ekki stór­mál á ferð. En svo eru þau sem vaða áfram, líta á það sem sinn heilaga rétt að hegða sér eins og þeim sýnist, þegar þeim sýnist, og aldrei þurfi að standa reikn­ings­skil á því.

Íslandi hefur löngum verið stjórnað af fólki sem fyllir síð­ast­talda flokk­inn. Hér hefur það verið lenska að æða áfram með hags­muni sína og sinna í huga, skítt með aðra. Í gegnum tíð­ina hafa orðið ein­hverjar til­færslur hjá þeim sem stjórna, þessi flokkur fer út úr rík­is­stjórn fyrir hinn, en heilt yfir hefur kerfið verið nokkuð óbreytt, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur með sinn nátt­úru­lega botn í fylgi sem þeir fara ekki und­ir.

Þetta hefur breyst, sem betur fer. Það er djúp­stæð und­ir­alda í sam­fé­lag­inu um fram­þróun í stjórn­mál­um. Gamla arga­þrasið, þar sem ósvífnin réð för og það þótti bara í lagi að ljúga sig til valda, hefur látið undan síga. Og nú gefst kjós­endum færi á að, tja ef ekki veita náð­ar­höggið þá rekja flótt­ann, í for­seta­kosn­ing­unum í sum­ar.

Davíð Odds­son er nefni­lega hold­gerv­ingur þess­arar gömlu póli­tík­ur. Hann er mað­ur­inn sem svífst einskis til að fá sitt, sem hefur svo mikla sann­fær­ingu fyrir eigin lygum að ein­hverjir verða til að trúa hon­um. Af því að fyrir honum er eðli­legt að grípa til hvaða bragða sem er til að fá þá einu nið­ur­stöðu sem hann telur þjóð­inni til hags­bóta; að hann hljóti fram­gang.

Davíð hefur hins vegar ekki áttað sig á því að sam­fé­lagið hefur breyst frá því að hann var hrókur alls fagn­að­ar. Hann var einu sinni hipp og kúl gaur­inn í partý­i­inu, ósvífnin var töff og bara dæmi um sterka leið­tog­ann. Fátt eld­ist hins vegar jafn illa og töffara­stæl­ar. Davíð er í dag eins og fulli gamli frænd­inn sem hefur hæst, skiptir enda­laust um lag, segir hetju­sögur og tekur ekki eftir því að eng­inn hlust­ar. Af því að partýið sem hann mætti keikur í fyrir 30 árum er búið og við hin erum löngu farin að hreinsa til eftir það.

Alla þessa eig­in­leika Dav­íðs mátti sjá í sjón­varp­inu á sunnu­dag. Davíð mun sjálfur ekki átta sig á því, en hann gjörtap­aði kosn­ing­unum í umræddum þætti. Þegar hann til­kynnti um fram­boð sitt átt­aði hann sig á því að hann yrði að vera sam­ein­ing­ar­tákn, manna­sætt­ir. Til að verða for­seti þyrfti hann að fá atkvæði frá stuðn­ings­fólki allra flokka. Frammi­staðan á sunnu­dag sýndi að hann er hættur að reyna að fá stuðn­ing frá öðrum en hörð­ustu aðdá­endum í Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokki. Það fylgi, þó hann fengi það allt, dugar honum aldrei til sig­urs.

Sátt­fýsin hélt í örfáa daga og gallið brast upp á yfir­borð­ið. Lands­fað­ir­inn reynd­ist ófrjór þegar allt kom til alls.

Ekki þarf að eyða orðum í margt sem fram kom í umræddum þætti, en við Davíð erum þó sam­mála um eitt: Menn eiga ekki að hlaupa frá orðum sínum og gjörð­um. Og það verður gaman þegar Davíð fer yfir eigin orð og gjörðir af sama smá­smygl­is­hætti og hann gerir gagn­vart öðr­um. 

Davíð getur þá farið yfir það þegar hann skrif­aði Ísland hróð­ugur á lista hinna vilj­ugu þjóða, í inn­rás Bush og Blair í Írak. Inn­rás sem aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna sagði ólög­lega. Inn­rás sem kost­aði á bil­inu 600 þús­und til 1,2 millj­ónir manns­lífa. Við­brögð Dav­íðs? Jú, þegar þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar kall­aði eftir því að Ísland yrði tekið af list­anum kall­aði Davíð flokk­inn „aft­ur­halds­komma­titts­flokk“. 

Davíð getur líka farið í róleg­heit­unum yfir einka­væð­ingu bank­anna og hvernig útrás­ar­vík­ing­unum knáu var fagn­að, jafn­vel með fer­földu húrra­hrópi.

Davíð getur farið yfir orð sín við frétta­mann Channel 4 þar sem hann full­yrti að Ísland mundi ábyrgj­ast allar inn­stæður Ices­ave og þær væru allar örugg­ar. Það má sjá hér:

Davíð getur líka farið yfir Kaup­þings­lán­ið, þegar allur gjald­eyr­is­forði íslensku þjóð­ar­innar var greiddur út áður en búið var að ganga frá papp­írum, lána­samn­ingum og veð­um, af því að Davíð er svo skjótur að taka ákvörð­un. Það var heppni að bank­inn var ekki far­inn á haus­inn áður en hægt var að ganga frá papp­ír­un­um.

Davíð má líka útskýra fyrir okkur af hverju hann lagði Þjóð­hags­stofnun niður eftir að hún kom fram með hag­spá sem reynd­ist honum ekki að skapi. Og jafn­vel hvort slík stofnun hefði ekki verið frekar til gagns en ógagns í brjál­æð­inu sem leiddi til hruns­ins.

En auð­vitað mun Davíð aldrei útskýra neitt af þessu, enda finnst honum hann ekki skulda neinar skýr­ing­ar. Fram­boð hans til for­seta Íslands veitir Íslend­ingum hins vegar ein­stakt færi á að segja sína skoðun á öllu ofan­greindu og miklu, miklu meiru til.

Við fáum tæki­færi til að segja skilið við það versta úr íslenskri stjórn­mála­sögu síð­ustu þrjá­tíu ára, hroka, ófyr­ir­leitni, útúr­snún­ing og ýmsan hroða. Við fáum færi til að halda áfram að þroskast og verða aðeins betri, ekki að velta okkur upp úr súr lið­ins tíma.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.