Þegar Framsóknarflokkurinn gaf Alcoa 120 milljarða

Hvað gerir pistla­höf­undur þegar yfir hann streyma til­efni til beittrar sam­fé­lags­rýni, upp­ljóstr­anir á upp­ljóst­anir ofan sýna að áhrifa­menn í stjórn­málum földu pen­ing­ana sína svo vel í skatta­skjólum að þeir muna ekki einu sinni eftir því – en muna þó glöggt að af öllu var sam­visku­sam­lega greitt – og meira að segja for­set­inn segir ekki satt við erlenda frétta­menn um tengsl tengda­fjöl­skyldu sinnar við skatta­skjól­in? Jú, hann snýr sér að for­tíð­inni, ein­hverju sem festa má hendur á í öryggi, gam­al­dags fyr­ir­greiðslupóli­tík þar sem nátt­úru var fórnað til að gefa erlendum auð­hring fjár­muni.

Sú var tíðin að Kára­hnjúka­virkjun var aðal­málið í íslenskum stjórn­mál­um. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn keyrði á um bygg­ingu virkj­un­ar­innar og fékk til þess stuðn­ing Sjálf­stæð­is­flokks­ins og hluta Sam­fylk­ing­ar. Þró­unin á Aust­ur­landi hafði verið þannig um hríð að eitt­hvað þurfti að gera þar til að hleypa lífi í fjórð­ung­inn og í sönnum heild­ar­lausn­a­stíl að hætti sov­éska komm­ún­ista­flokks­ins taldi Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn að þetta eitt­hvað væri dýrasta fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar, þar sem ósnertri nátt­úru var fórnað til að fram­leiða raf­magn. Og ekki bara raf­magn fyrir hvern sem er til að nýta til góðra verka. Nei, raf­magnið úr Kára­hnjúka­virkjun fór í eina ein­ustu álverk­smiðju því samið var við Alcoa um nýt­ingu raf­magns­ins í verk­smiðju sína á Reyð­ar­firði.

Það er í raun svo galið að binda fram­leiðslu stærstu virkj­unar lands­ins við eina álfa­brikku að það nær engri átt. Kára­hnjúka­virkjun fram­leiðir þriðj­ung af öllu raf­magni Lands­virkj­unar og allt það raf­magn fékk Alcoa að kaupa í eina verk­smiðju. Gerðir voru samn­ingar til 40 ára, samn­ingar sem eru svo sví­virði­legir að í raun hefur Alcoa verið færðir yfir 100 millj­arðar íslenskra króna að gjöf. Það er þó nokk­uð.

Hvern­ig? Jú, verðið sem Alcoa greiðir fyrir ork­una er smá­muna­lega lágt. Það er tengt álverði og reikn­ast vera um 20 doll­arar á Megawatts­stund í dag. Lands­virkjun hefur gefið það út að við­mið­un­ar­verð til stórnot­enda sé tvö­falt hærra en verðið til Alcoa, eða eins og segir í árs­skýrslu fyr­ir­tæk­is­ins 2013.

„Í dag býður Lands­virkjun raf­orku­samn­inga á $43/MWst (verð­tryggt) í tólf ára samn­ing­um, með mögu­leika á afslætti og lengri samn­ingum í til­felli nýfjár­fest­inga.“

Ef við miðum þetta verð og raunar gefum Alcoa smá afslátt frá því og segjum 40 doll­arar í stað 43, þar sem það er við­miðun í 12 ára samn­ingum til stórnot­enda en Alcoa er stærsti not­and­inn og til mjög langs tíma. Miðað við þessar for­sendur tapar Lands­virkjun á versta samn­ingi Íslands­sög­unnar um 100 millj­ónum Banda­ríkja­dala á hverju ein­asta ári. Það eru 12 millj­arða króna á hverju ári sem Alcoa græðir en Lands­virkun tap­ar. Á tíu árum eru þetta 120 millj­arðar og nóg er eftir af samn­ingn­um. 

Samn­ing­ur­inn við Alcoa er dæmi um ófærur póli­tískra afskipta. Með slag­orðið „lowest energy prices“ í fartesk­inu var stærsta virkjun lands­ins og sú umdeildasta reist þvert á háværa gagn­rýni. Nú stöndum við frammi fyrir því að búið er að binda nær 1/3 af raf­orku­fram­leiðslu lands­ins á lægstu verð­um. Stjórn­mála­menn­irnir sem studdu þessa fram­kvæmd afsöl­uðu mögu­legri auð­lind­arentu til þjóð­ar­innar en afhentu hana amer­ískum álrisa. 

Þá fer nú að verða lít­ill virð­is­auki af stærstu fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar, sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fór í til að bjarga atkvæðum í sterkasta kjör­dæm­inu sínu, sem var óvart kjör­dæmi for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins (og er enn). 

Það þarf því ekki að leita suður um höf á sóli bak­aðar aflandseyjar til að finna dæmi um póli­tíska spill­ingu. Það er nóg að horfa til Aust­ur­lands, þar sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn færði nátt­úr­una á kaf til að færa erlendum auð­hring 120 millj­arða gjöf á tíu árum.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.