Vonlausi frændinn sem vill ekki fullorðnast

Fyrir áhuga­fólk um mann­legt eðli hefur verið hreinn unaður að fylgj­ast með við­brögðum ráð­herra við und­ir­skrift­ar­söfnun Kára Stef­áns­son­ar. Framan af ein­kennd­ust við­brögðin af hroka og hálf­kær­ingi, hver væri Kári að láta eins og honum kæmi málið eitt­hvað við, ekki er hann einn af vel gerðum ráða­mönnum þessa lands! En eftir því sem fleiri skrifa undir hjá Kára hafa ráð­herr­arnir séð sitt óvænna og þurfa að taka á þess­ari óværu með öðrum hætti. Kári er eins og fulli gaur­inn á Dylan-tón­leikum sem heimtar stöðugt Blowing in the Wind, fyrst einn og hjáróma en með ein­skærri stað­festu tekst honum að fá hálfan sal­inn til að hrópa með sér. Og við því þarf að bregð­ast.

Kári er vinur minn

Auð­mýktin er ekki sterkasta hlið ráð­herr­anna okk­ar. Þeir eiga ein­fald­lega mjög erfitt með það þegar ein­hver er þeim ósam­mála, hvað þá ef við­kom­andi skrifar ekki upp á að Ísland undir stjórn Sig­mundar Dav­íðs, Bjarna og kó sé besta land í heimi, að jafn­vel mætti gera eitt­hvað öðru­vísi í land­stjórn­inni. Ef gagn­rýn­and­inn er úr öðrum stjórn­mála­flokki má bóka að honum er mætt með vísun í hvað hann og hans flokkur hafi nú gert ein­hvern tíma, eða ekki gert, eða hafi ekki talað um að gera, sem sé nú aldeilis ekki skárra, raunar umtals­vert verra, en það sem ráð­herrar séu sak­aðir fyr­ir. En í til­felli Kára versnar staðan og því hafa ráð­herr­arnir þurft að grípa til nýrra vopna.

Og þá versnar mál­ið, því þá þarf að taka sjálf­stýr­ing­una af.

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, ráð­herra heil­brigð­is­mála, hefur tekið þann pól­inn í hæð­ina að vera hæstá­nægður með und­ir­skrifta­söfn­un­ina. Það er nokkuð djörf áætl­un, ekki síst í því ljósi að hann ber ábyrgð á mála­flokknum og und­ir­skrifta­söfn­unin snýst jú um að honum hafi ekki verið stýrt nægi­lega vel.

„Þetta styrkir mig að sjálf­sögðu í þeirri vinnu sem mér ber að sinna til að leita leiða til að fjár­magna heil­brigð­is­þjón­ust­una,” sagði Krist­ján Þór í sam­tali við Kjarn­ann á dög­un­um. „Og söfn­unin und­ir­strikar þá alvöru sem er í umræð­unni um þennan mála­flokk.”

Látum vera að það hafi þurft und­ir­skriftir tug­þús­unda til að ráð­herra heil­brigð­is­mála átt­aði sig á alvör­unni sem er í umræð­unni um þann mála­flokk. Hitt er öllu athygl­is­verð­ara hvað Krist­ján tekur und­ir­skrift­ar­söfn­un­inni fagn­andi. Fyrst söfn­unin styrkir hann í bar­átt­unni fyrir mála­flokk­inn hlýtur honum að vera akkur í að söfn­unin verði sem fjöl­menn­ust. Þeim mun fleiri und­ir­skrift­ir, þeim mun meiri styrk­ur.

Í raun er ráð­herra heil­brigð­is­mála að hvetja sem flesta til að skrifa undir und­ir­skrift­ar­söfnun sem beint er gegn, eða til, ráð­herra heil­brigð­is­mála.

Verra var þó þegar Krist­ján Þór sagði á þingi í gær að ástandið í heil­brigð­is­málum yrði ekki lagað eins og hendi væri veif­að. Það vissu all­ir. En nú hefur Krist­ján Þór verið ráð­herra í bráðum þrjú ár og hann má vera heims­ins mesti veifiskati ef hann þarf þriggja ára ferli í að veifa hönd sinni.

Blautt þing­gólf

Bjarni Bene­dikts­son tók að ein­hverju leyti sama pól­inn í hæð­ina. Sagð­ist vera sam­mála Kára, nokkuð sem kall­aði bara á enn eina svar­grein­ina þar sem Kári hirti ráða­menn. Enda er það nátt­úru­lega galið að fjár­mála­ráð­herra, mað­ur­inn sem leggur fram fjár­lög hvers árs þar sem meðal ann­ars er kveðið á um fram­lög til heil­brigð­is­mála, seg­ist í raun sam­mála þeim sem vilja snar­auka útgjöld til heil­brigð­is­mála. Gerðu það þá, mað­ur, ef þú ert svona sam­mála.

Bjarni, og að nokkru leyti Krist­ján Þór, eru dálítið eins og mið­aldra kall sem reynir eftir fremsta megni að blanda geði við unga fólk­ið. Þeir eru ekki með nýj­ustu fra­sana, þeirra til­heyra annarri kyn­slóð, og þó bux­urnar séu þröngar á réttum stöðum og þeir kunni texta­brot með Júlí Heið­ari er þetta samt ekki alveg í lagi (þessi setn­ing er einmitt dæmi það sem um er rætt, þegar pistla­höf­undur reynir að lýsa því hvernig ungt fólk er, til að hæð­ast að öðrum sem reyna að líkj­ast því, án þess að vita það í raun sjálf­ur) og þó þeir hafi keypt þennan umgang á Austur þá vildu þeir helst vera í jakka­föt­unum sínum á Rót­ar­y-fund­i. 

End­ur­reisn­ar­tíma­bilið

Og svo er það Sig­mundur Dav­íð. Um hann má eyða mörgum orð­um, en engin þeirra kom­ast þó í hálf­kvist við það sem hann sjálfur seg­ir. Hann slær kald­hæðnisvopnin úr höndum allra, þar sem sú stað­reynd að hann er æðsti ráða­maður þjóð­ar­innar er hin full­komna kald­hæðni.

En á meðan ráða­menn munn­höggvast við Kára, þykj­ast vera sam­mála Kára, guma sig af því að hafa gert meira en Kári vill að þeir geri, eða reyna að gera grín að Kára – á meðan ráða­menn reyna sitt besta til að þjóðin heyri ekki hróp Kára um að þeir séu ekki í neinum fötum – þá þarf að koma sjúk­lingum fyrir á göngum og sal­ernum eða senda í önnur kjör­dæmi. 

Og sjúk­lingum er alveg sama um hvort ráða­menn eru snið­ugir í að díla við und­ir­skrift­ar­söfn­un­ina, þeir vilja að ráða­menn hætti að tala, eða stama, og komi sér að verki og end­ur­reisi heil­brigð­is­kerf­ið.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.