Að bíða eigin óvinsælda

Í dag er 7.101 dagur síðan Ólafur Ragnar Gríms­son var kjör­inn for­seti Íslands. Það er ansi langur tími, eig­in­lega fárán­lega langur tími, hvað þá fyrir mann að sitja sem for­seti. Tím­inn er vissu­lega afstæð­ur, en tutt­ugu ár í kjörnu emb­ætti sem þjóð­höfð­ingi er langt, algjör­lega óháð því hvernig við­kom­andi hefur staðið sig í starfi.

Sum­arið 1996. David Bowie spil­aði í Laug­ar­dals­höll og ég átti miða. Hann varð ég hins vegar að gefa þar sem ég þurfti að fara á sjó­inn og komst ekki á konsert­inn. Og áður en land­festum sleppti gætti ég þess að vera búinn að kjósa utan kjör­fundar og að sjálf­sögðu kaus ég Ólaf Ragnar Gríms­son. Hann hafði árum saman verið kjaft­for leið­togi vinstri manna á þingi, talað um skít­legt eðli og verið víttur af for­seta þings. Það var töff. Hægra liðið fékk hland fyrir hjartað þegar leit út fyrir að Ólafur Ragnar myndi sigra og „Óháðir áhuga­menn um for­seta­kjör 1996“ spruttu upp og aug­lýstu í blöðum gegn Ólafi. Þar mátti sjá krossa­próf, m.a. þessa spurn­ingu: „Hefur Ólafur Ragnar Gríms­son alls staðar valdið hörðum deil­um, þar sem hann hefur starfað í stjórn­mála­fylk­ing­um?“

Ófor­skammað? Já. Hall­æris­legt? Ó já. Árang­urs­ríkt? Vissu­lega, en ekki á þann hátt sem hinir óháðu hægri menn vildu, því þetta stældi fjöl­marga í því að kjósa Ólaf Ragn­ar. Hann var á móti kerf­inu. Kerfið var á móti hon­um. Hann var… tja töff er kannski ansi djúpt í árinni tek­ið, en við hlið­ina á Pétri Haf­stein hefði sú lýs­ing mögu­lega geng­ið.

Spólum fram um 20 ár. Ólafur Ragnar er orð­inn samdauna kerf­inu. Hann er kerf­ið, eins og sjá má í við­tali í DV í síð­asta mán­uði. Spurður um ummæli um múslima í kjöl­far hryðju­verka­árásanna í Par­ís, sagði Ólaf­ur: „Í þessu til­viki taldi ég nauð­syn­legt að deila með þjóð­inni hugs­unum mín­um, áhyggjum og grein­ing­u.“

Af hverju, Ólaf­ur? Af hverju? Af hverju lít­urðu á sjálfan þig sem slíka stofnun að þú verðir að deila hugs­unum þínum með þjóð­inni? Þú varst einu sinni strákur frá Ísa­firði sem fór í gegnum nokkra stjórn­mála­flokka áður en þú ákvaðst að bjóða þig fram sem for­seta árið 1996. Manstu, þú varst kall­aður Skatt­mann í einu ára­mótaskaup­inu þegar þú varst fjár­mála­ráð­herra. Þú varst bara einn af okk­ur. Þjóðin beið ekk­ert í ofvæni eftir að þú deildir hugs­unum þínum með henni – og hún gerir það reyndar ekki enn.

Já, 20 ár eru langur tími. Mökk­lang­ur. Það fannst Ólafi Ragn­ari líka þegar hann tók við árið 1996. Þá var Vig­dís að láta af störf­um, eftir 16 ár í emb­ætti, og Ólafur svar­aði því í við­tali við Mogg­ann hvort hinn nýkjörni for­seti hefði hug­leitt hve lengi hann hygð­ist sitja:

„Nei, ég hef ekki hug­leitt það. Ég var oft spurður þess­arar spurn­ingar í aðdrag­anda kosn­ing­anna og svar­aði henni á þann veg að mér fynd­ist 16 ár vera langur tími. Með fullri virð­ingu fyrir bæði Vig­dísi og Ásgeiri, sem bæði hafa setið í þann tíma, þá finnst mér, sér­stak­lega í ljósi þeirra öru breyt­inga sem eru í ver­öld­inni, 16 ár vera svo langt tíma­skeið sem ólík­legt sé að for­seti og þjóð geti orðið sam­stiga.“

Já! Þarna erum við að tala sam­an, Ólaf­ur. Eða vor­um, því auð­vitað hefur þú skipt um skoð­un. „Í ljósi þeirra öru breyt­inga sem eru í ver­öld­inn­i,“ þetta er flott, af því að það er satt. Og auð­vitað hefur ekki hægt á breyt­ing­un­um, nema síður væri, þær eru mun meiri og örari en þegar þú sagðir þetta 1996. Helsta breyt­ingin er þó auð­vitað sú að þú vilt ekki hætta sem for­seti, þrátt fyrir að hafa bráðum setið í 20 ár.

Breyt­ing­ar. Fyrst og fremst er breyt­ingin kannski sú að Ólafur Ragnar lítur á sig sem ómissandi. Hann má bara ekki hætta, því heim­ur­inn er svo við­sjár­verður og íslenska þjóðin þarf á því að halda að hann, og aðeins hann, sé á Bessa­stöð­um.

Þannig var það líka fyrir síð­ustu for­seta­kosn­ing­ar. Þá var Ólafur Ragnar á beinni línu á DV og svar­aði því til hvort honum þætti eðli­legt að sitja fimmta kjör­tíma­bilið í röð. „Á venju­legum tíma væri eðli­legt að hætta eftir fjögur kjör­tíma­bil. Þjóðin er hins vegar enn að fara í gegnum óvissu­tíma.“ Og eins og við vitum þarf Ólaf til að leiða þjóð­ina í gegnum óvissu­tíma.

Og hvað finnst Ólafi eftir þessi fjögur ár? Eftir að hafa setið heilt kjör­tíma­bil í við­bót þó eðli­legt væri á venju­legum tíma að hætta eftir fjögur kjör­tíma­bil? Kíkjum aftur í DV við­talið frá í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um.

„Ég horfi á sam­fé­lagið og for­seta­emb­ættið að nokkru leyti með augum grein­and­ans og reyni að taka sjálfan mig út úr mynd­inni. Þá er það visst áhyggju­efni að það skuli enn vera svo ríkt í hugum manna að það þurfi að vera á Bessa­stöðum ein­stak­lingur sem ekki hagg­ast í róti umræð­unn­ar, bloggs­ins og hit­ans sem fylgir átökum dags­ins.“

Þetta segir mað­ur­inn sem vís­aði til net­um­ræðu þegar hann neit­aði að stað­festa lög og setti í þjóð­ar­at­kvæði. Hvað er hann að fara? Ekk­ert auð­vit­að, hann vill vera áfram á Bessa­stöð­um.

En svona talar maður sem er með of mikið sjálfs­á­lit. Sem hefur gleymt því að hann er bara einn af rúm­lega 330 þús­und­um, gleymt því að einu sinni stóð hann í pontu í Rúg­brauðs­gerð­inni og reifst um leiðir til að bæta kjör verka­fólks. Maður með svona hugsun hættir aldrei sjálf­vilj­ugur í emb­ætti, því alltaf eru óvissu­tímar, sjálf fram­tíðin er óviss, og alltaf er þörf fyrir sterka ein­stak­ling­inn því Nietzche hafði rétt fyrir sér og það er bara übermensch sem getur bjargað þjóð­inni og það er ég og því má ég ekki hætta.

Enda er Ólafi vandi á hönd­um, eins og fram kom í DV:

„Eitt af því sem skapar mér vanda í þessum efnum er að ég er sífellt að hitta fólk sem hvetur mig til að halda áfram. Það er óneit­an­lega umhugs­un­ar­efni hvers vegna hug­ar­á­stand hjá þjóð­inni sé með þeim hætti að það sé ekki yfir­gnæf­andi skoðun þorra þjóð­ar­inn­ar, ef ekki allr­ar, að það sé í fínu lagi að ég hætt­i.“

Kæri Ólaf­ur. Ekki bíða eftir því að hver og einn ein­asti sem þú hittir vilji að þú hætt­ir, það er ekki klókt. Þá ertu búinn að vera allt, allt of lengi. Það er fínt að fara á meðan smá eft­ir­spurn er eftir manni. Eða ertu að bíða eftir því að fólk per­eati þig úr Lærða skól­an­um? 

Lestu frekar það sem þú sagð­ir, nýkjör­inn for­seti árið 1996, enn blautur á bak við eyr­un, ómeng­aður af kok­teil­boðum valda­manna heims­ins. Lestu Morg­un­blaðið 3. ágúst 1996 og hugs­aðu um það sem þú sagðir fyrir 7.066 dög­um.

„Þó er ég viss um að þjóðin hefði valið Vig­dísi áfram hefði hún gefið kost á sér.“

Einmitt! Vig­dís hitti líka fullt af fólki sem vildi að hún héldi áfram, en lét það ekki kitla hégóma­girnd sína, heldur hætti. Hún vissi nefni­lega að hún var ekki ómissandi, ekki frekar en þú.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.