Tíðindalaust á Vesturbakkanum – eða hvað?

Fátt tíðinda berst frá botni Miðjarðarhafs þessa dagana. Ekkert lát virðist vera á ofbeldinu eftir þriggja ára bardaga og þrátt fyrir regluleg hneykslunarhróp vestrænna ráðamanna virðist enginn geta stöðvað ofbeldið. Palestínskur almenningu á í höggi við einn öflugasta her heims og brjálæðingar sem sjá engar aðrar lausnir sprengja sjálfa sig og aðra í loft upp. Erlend íhlutun er engin. Þeir sömu og voru tilbúnir til árása á Kosovo, Afganistan og Írak án mikils fyrirvara, virðast ekki jafn áfjáðir í að berja á helsta skjólstæðingi Bandaríkjanna, Ísrael. Þeiri hinir sömu og studdu viðskiptabann á Írak sem leiddi til dauða yfir sex hundruð þúsund barna, mega ekki heyra minnst á neinar þvinganir á Ísrael.

Eftir að stjórnarskipti urðu í Ísrael og Bandaríkjunum horfði allt til verri vegar. Stjórn Verkamannaflokksins í Ísrael var að sönnu ekki gallalaus, fremur en stjórn Clinton í Bandaríkjunum. Hjá báðum mátti hins vegar finna vilja til að leita annarra leiða en ofbeldis, nokkuð sem hvorki fyrirfinnst í Hvíta húsinu né Tel Aviv þessa dagana. Einu jákvæðu fréttirnar frá Palestínu og Ísral berast hins vegar frá hópum óháðum stjórnvöldum. Þar er vísað til nýlegs samkomulags sem samningamenn undir stjórn tveggja fyrrum ráðherra, Palestínumannsins Yasser Abed Rabbo og Ísraelans Yossi Beilin.

Þeir tveir leiddu óformlegar viðræður ótengdar stjórnvöldum. Niðurstaða þeirra viðræðna var tímamótasamkomulag. Eins og í öllum samkomulögum gáfu báðir aðilar nokkuð eftir, Ísraelar gáfu eftir land sem þeir höfðu hertekið og í fyrsta sinn féllust Palestínumenn á það að ekki gætu allir flóttamenn snúið til baka til síns heima. Hafa verður þó í huga að hér er ekki um samkomulag á milli stjórnvalda að ræða og enginn því á nokkurn hátt bundinn af því.

Raunar þvert á móti. Stjórn Ariels Sharon sem sýnt hefur af sér fádæma óbilgirni, svikið gerða samninga og gripið til ofbeldis sem fyrsta úrræðis trekk í trekk, hefur gert allt sitt til að koma í veg fyrir að samkomulagið komi fyrir sjónir almennings. Auglýsingar sem hvöttu almenning til að kynna sér samkomulagið voru bannaðar, þó hæstiréttur hafi nýlega aflétt því banni – enda vandséð hvernig slíkt banni getur átt við í lýðræðisríki. Þá hafa stjórnvöld ýjað að því að Beigin og félagar hans sem tóku þátt í viðræðunum hafi framið landráð með því að ræða við Palestínumenn og ljá máls á ýmsum tilslökunum.

Það segir sig sjálft að ekki er á góðu von frá stjórnvöldum sem líta á viðræður við andstæðinginn sem landráð. Sharon hefur löngu sýnt að hann er á engan hátt fær um að takast á við ástandið eins og það er nú, hans eina ráð er að beita enn meira ofbeldi – sem eins og alltaf kallar á enn meira ofbeldi. Bandaríkjastjórn hefur stutt hann með ráðum og dáð, enda hefur Sharon átt auðvelt með að skírskota til hins hnattræna stríðs gegn hryðjuverkum sem Bush forseti hefur lýst yfir og virðist gefa honum og stuðningsmönnum færi á að haga sér að vild óháð alþjóðasáttmálum. Þó ber svo við að bæði utanríkisráðherra Bretlands og Bandaríkjanna hafa fagnað framtaki samninganefndanna. Hvort og þá hvaða þrýstingi sömu ríki eru tilbúin að beita Ísrael til að hefja samningaviðræður í anda samkomulagsins er hins vegar óráðið, og ekki líklegt nú um stundir.

Það er enda ekki líklegt að núverandi stjórnvöld í Ísrael ljái máls á samkomulagi. Ofbeldi er eina meðal þeirra. Vonin liggur í ísraelskum almenningi og stuðningi hans við frið. Til að hafa áhrif á hann mun Beigin standa fyrir viðamikilli kynningu á samkomulaginu á næstu dögum og dreifa því inn á öll heimili í Ísrael. Vonandi verður það til þess að stuðningur við Sharon minnkar enn frekar, en hann hefur nú þegar minnkað um helming frá endurkjöri hans fyrr í ár, þegar hann naut stuðnings tæplega 70% ísraelskra kjósenda. Takist að hafa áhrif á þá er kannski von um frið fyrir botni Miðjarðarhafs.

kóp

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.