Lula fær litla athygli

Fyrir nokkru hittust leiðtogar átta helstu iðnríkja heims í Evian í Sviss, á svokölluðum G8 fundi. Fundurinn vakti ekki mikla athygli, enda fátt sem leiðtogarnir höfðu fram að færa. Vestrænir fjölmiðlamenn voru helst uppteknir við að sýna fram á þá staðreynd að Bush og Chirac gætu verið á sömu ráðstefnunni þrátt fyrir mismunandi stefnu þeirra í Íraksmálinu. Eins vöktu mótmælendur sína hefðbundnu athygli þegar þeir mótmæltu fyrir utan fundarstaðinn. Það sem fram fór innandyra þótti hins vegar ekki fréttnæmt, að einhverju leyti með réttu en þó voru haldnar þar athyglisverðar ræður.

Eina þeirra hélt Luis Ignacio da Silva forseti Brasilíu. Lula, eins og hann er kallaður heima fyrir, var sem kunnugt er nýverið kjörinn forseti þessa fjölmenna ríkis. Var það gegn vilja Bandaríkjastjórnar sem reyndi sitt til að koma í veg fyrir kjör hans. Lula hefur nefnilega lofað að draga úr misskiptingu jarðnæðis í landinu. Honum var hins vegar boðið á leiðtogafund G8 ríkjanna ásamt fleirum leiðtogum þróunarríkja. Ljóst er að hlutverk þeirra var eingöngu að vera til sýnis, sýna fram á víðsýni stóru strákanna í G8. Lula spilaði hins vegar ekki með og kom fram með beinharðar tillögur á nokkrum helstu vandamálum heimsins í dag.

Hann lagði til að stofnaður yrði alþjóðlegur sjóður til að vinna gegn hungri í heiminum. Hér skyldi ekki vera um ölmususjóð að ræða sem deildi út matargjöfum til hinna þurfandi, heldur ætti sjóðurinn að ráðast að rótum vandans og skapa aðstæður til að koma í veg fyrir hungur. Til þessa lagði Lula til að alþjóðasamfélagið sammæltist um að leggja skatt á vopnaviðskipti og sá skattur rynni beint til baráttunnar gegn hungri.

Ljóst er að hér eru athyglisverðar hugmyndir á ferð sem eru verðskulda fulla athygli og skoðun. Samkvæmt skýrslu Alþjóðlegu friðarakademíunnar (SIPRI) í Stokkhólmi námu viðskipti með vopn árið 2000 u.þ.b. 32,6 milljörðum bandaríkjadala. Árið 2001 dró heldur úr viðskiptunum en fullt útlit er fyrir að árið 2002 hafi viðskiptin blómgast á ný, ekki síst vegna endurnýjunar vopnabirgða í kjölfar árása á Afganistan. Það er því eftir nógu að slægjast og nokkurra prósentaskattur á viðskiptin mundi skapa gríðarleg auðæfi. Auðæfi sem síðan mætti nota til að berjast gegn hungri, sem oftar en ekki fylgir í kjölfar stríðsátaka.

Leiðtogar G8 hópsins, ríkustu landa heimsins, voru hins vegar ekki ginkeyptir fyrir þessari hugmynd. Það kemur ekki á óvart þar sem þessi ríki standa fyrir 85% af öllum vopnaviðskiptum í heiminum. Staðreyndin er hins vegar sú að engar alþjóðlegar reglur gilda um vopnaviðskipti og t.a.m. hefur Alþjóða viðskiptastofnunin ekkert með þau að segja. Skattlagning á viðskiptin gæti hins vegar komið einhverjum böndum á þau.

Hugmynd Lula er athyglisverð og klárlega það athyglisverðasta sem koma frá á leiðtogafundinum í Evian. Hún vakti hins vegar enga athygli. Til þess voru fréttamenn of uppteknir af myndum af Bush með handlegginn utan um Chirac og eyðileggingu eftir átök lögreglu og mótmælenda. Það er hins vegar vonandi að Lula leggi línurnar fyrir slíka fundi með ræðu sinni í Evian og það verði innihald slíkra funda en ekki umbúðir sem veki athygli fjölmiðla og almennings.

kóp

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.