300 milljónir

Jæja, þá er komið í ljós að það er ekki hægt að kaupa Davíð Oddsson fyrir 300 milljónir. En fyrir þá upphæð er þó hægt að kaupa ýmislegt annað. Svo sem:

1) árlega fjárveitingu íslenskra stjórnvalda til sjálfstæðra rannsókna og vísindastarfsemi. Og þá á maður 110 milljónir afgangs til að setja í sparibaukinn.

2) tvö átaksverkefni til að fjölga kvennastörfum, og rúmlega 400 störf í kjölfarið.

3) þrotabú Fréttablaðsins 20 sinnum.

4) tvö Stjörnubíó og kumbalda.

5) vikuvinnu við Kárahnjúkavirkjun. (Og þó, líklega mun minna.)

6) hlut Íslands í næstu loftárásum á vegum NATO. (Myndi líka gagnast flugfélögunum vel.)

7) 150 stofnfundi Ungra jafnaðarmanna.

8) árlega fjárveitingu íslenska ríkisins til meðalmenntaskóla, t.d. Menntaskólans við Sund.

9) hægt er að reka Kristnihátíðarsjóð í þrjú ár fyrir þetta fé.

10) hægt er að halda uppi Þórarni V. í þeim stíl sem hann hefur tamið sér í 25 ár í viðbót.

11) fyrir 300 milljónir má fjármagna átak Framsóknarflokksins gegn fíkniefnum í 110 daga.

12) það má nota þetta fé til að fjármagna allt að 30 prófkjör, jafnvel fyrir Stuðmenn.

13) eða til að hafa einkavæðingarnefnd á launum við að gera ekki neitt í heilt ár.

14) eða til að greiða allt að 80% af kostnaði við "iðjuvegi" á Austurlandi á fjárlögum ársins 2002.

og svo er hægt að kaupa:

15) rétt rúmlega fjóra Kaupþingsforstjóra.

16) u.þ.b. tuttugu sjónvarpsmyndir eftir Hrafn Gunnlaugsson.

áj/kóp/ph/sp/sh/sj

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.