Siðferðilegt gjaldþrot

Þá líður senn að stríði því sem Bandaríkjamenn hafa verið að undirbúa síðasta eina og hálfa árið eða þar um bil. Á undanförnum mánuðum hefur bandaríski herinn flutt mikinn liðssöfnuð að Persaflóasvæðinu og nú er svo komið að herforingjar hafa lýst því yfir að herinn sé reiðubúinn til innrásar. Bandaríkjamenn hafa stefnt að innrás leynt og ljóst og ekkert sem Írakar hafa gert hefur í nokkru breytt þeim ásetningi þeirra. Beiðni fjölmargra Evrópuríkja og vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna um að menn rói sig niður og gefi sér meiri tíma til eftirlits er í engu virt.

Með því hafa Bandaríkjamenn gefið alþjóðastofnunum langt nef. Engu máli skiptir þá hver er stefna annarra í utanríkismálum, ekki síst þegar bresku taglhnýtingarnir styðja þá í einu og öllu. Sameinuðu þjóðirnar hófu vopnaeftirlit í Írak í því skyni að komast að því í eitt skipti fyrir öll hvað væri hæft í staðhæfingum Bandaríkjanna um að Íraksstjórn byggi yfir gereyðingarvopnum. Það að leyfa eftirlitsmönnum ekki að ljúka starfi sínu áður en landið er sprengt í loft upp er í meira lagi grunsamlegt, enda erfitt að sanna eða afsanna nokkuð um vopnaeign eftir slíka aðgerð.

Þeir sem spáðu því að innrás Bandaríkjamanna í Afghanistan og stríð þeirra gegn hryðjuverkum í heiminum væri lítt dulbúin heimsvaldastefna þarlendra stjórnvalda, virðast hafa haft nokkuð til síns máls. Í málefnum Íraks skipta skynsemi og fyrirhyggja litlu, þar ráða stríðsæsingur og eiginhagsmunir ferðinni. Það varð ljóst fyrir löngu að Bandaríkin ætluðu sér innrás í Írak og ekkert fengi þeim ásetningi breytt.

Bandarísk stjórnvöld eru í þeirri ábyrgðarstöðu að stýra eina stórveldi heimsins í dag. Ekkert ríki jafnast á við Bandaríkin, hvort sem er í efnahagslegu eða hernaðarlegu tillit. Ekki einu sinni ríkjasamband eins og Evrópusambandið stenst samanburð við stórveldið í vestri. Slíkri stöðu fylgir mikil ábyrgð og auðvelt er að lokast inn í fílabeinsturni eigin velmegunar og láta sig önnur ríki heimsins litlu varða. Það er einmitt það sem Bandaríkjastjórn hefur því miður gert. Hana skipta mótmæli milljóna um allan heim engu, mótmæli stjórnvalda fjölda ríkja eða almennings víða um heim. Í krafti stærðar sinnar fara þarlend stjórnvöld sínu fram.

Um síðustu helgi bárust síðan fréttir af því að uppi væru áform í bandaríska varnarmálaráðuneytinu að einangra Þýskaland á alþjóðavettvangi. Viðskiptasamningum átti að segja upp, flytja herinn frá Þýskalandi í austur (væntanlega við mikinn fögnuð Rússa) og skera átti á sem flest tengsl við Þýskaland. Ástæða þessara áforma, sem minna um mest á Þýskaland nasista, er sú að Þjóðverjar hafa ekki stutt innrás Bandaríkjanna í Írak og raunar talað gegn henni á alþjóðavettvangi. Því átti að refsa Þjóðverjum, öðrum ríkjum til viðvörunar til að slíkt endurtæki sig ekki. Þessar hugmyndir gefa orðum Bush forseta um að annað hvort séu menn með honum eða á móti nýja og hrollvekjandi merkingu.

Ljóst er að ríki sem hegðar sér ríkt og Bandaríkin og lætur vinna áætlanir líkt og þær sem unnar voru í varnarmálaráðuneytinu gagnvart Þýskalandi, stendur á brauðfótum í siðferðilegu tillit. Það væri því sæmandi fyrir íslensku ríkisstjórnina að skipa sér í flokk þeirra sem vilja láta önnur sjónarmið ráða ferðinni. Því miður eru þeir Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson og fylgissveinar og meyjar þeirra of stríðsóð til þess.

kóp

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.