Dýrkeypt barátta um forystusæti

Sérkennileg vígsluuathöfn átti sér stað í Fljótsdalnum í gær þegar brú yfir Jökulsá var formlega tekin í notkun. Athöfnin var táknþrungin, oddvitar Norður-Héraðs og Fljótsdalshrepps héldust í hendur og opnuðu brúna, prestur blessaði herlegheitin og sálmar voru sungnir, svona rétt til að tryggja blessun almættisins yfir tiltækinu. Ráðamenn voru viðstaddir líkt og vera ber á hátíðisstundum og ræður voru haldnar. Tilefnið var líka ærið, menn töldu jafnvel að Íslandsmet hefði verið sett í framkvæmdahraða við brúarsmíðina

Ekki er ósennilegt að brúarframkvæmdin og athöfnin í gær séu einhver dýrasta auglýsingarbrella í íslenskum stjórnmálum til þessa dags. Í raun er verið að hita upp fyrir virkjunina sjálfa sem mun slá þau met öll, en þá ber að geta þess að brúaropnunin er liður í innanflokksátökum Framsóknarflokksins. Í miðjum slag um fyrsta sætið í nýju Norðausturkjördæmi mætir iðnaðarráðherra í heimabyggð heilbrigðisráðherra og opnar brú sem hróflað hefur verið upp á mettíma. Slagur ráðherranna um fyrsta sætið er kominn á fullt skrið.

Það er hins vegar ótrúlegt að menn skuli yfir höfuð hafa ráðist í þessar framkvæmdir. Arðsemisútreikningar sýna að vonlaust er að ná hagnaði með Kárahnjúkavirkjun og þeir aðilar sem ábyrgðina bera eru hreint ekki einhuga um hvort ráðast eigi í þær framkvæmdir. Ekki liggur heldur fyrir hvaða erlendu aðilar munu taka þátt í framkvæmdunum, eða hvort nokkur hefur yfir höfuð áhuga á því. Þvert á móti hafa ýmsir erlendir aðilar lýst því yfir að áhættan við framkvæmdirnar sé of mikil.

Ef endanleg niðurstaða verður sú að ekki verður ráðist í virkjunina, enda engin rök fyrir framkvæmdinni, er nokkuð hjákátlegt að hafa þegar lagt í umsvifamiklar vegaframkvæmdir vegna framkvæmdanna sem aldrei varð neitt úr. Það er hins vegar ekki spurt að slíku í Framsóknarflokknum. Valgerður Sverrisdóttir þarf að styrkja stöðu sína á Austurlandi í baráttunni við Jón Kristjánsson. Í því skyni er öllu til kostað. Það er ekki að spyrja að því hjá flokki sem ætlar að fórna dýrmætum náttúruperlum og steypa þjóðinni í skuldir vegna nokkurþúsund atkvæða á Austurlandi.

kóp

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.