Maddaman sér ljósið

Undirritaður hefur undanfarið átt í nokkrum orðaskiptum við ritstjóra Maddömunna Finn Þór Birgisson. Mun þetta vera þriðja greinin sem birtist hér á Múrnum í þeirri snerru og þykir mörgum sjálfsagt nóg um. Vonandi sér fyrir endann á þessu og bendir ýmislegt til þess, t.a.m. sú staðreynd að í síðustu grein Finns örlaði fyrir því að hann skildi tilefni skrifa minna. Örlaði fyrir. Til að auðvelda honum skilninginn og til að binda enda á deiluna þá fer hér á eftir efni þeirra tveggja greina sem birst hafa á Múrnum í þessari einhliða ritdeilu.

Finnur Þór Birgisson skrifar grein á Maddömuna þar sem hann segir VG vera óhæfa í ríkisstjórn. Undirritaður skrifar svargrein, ekki til að mótmæla því að VG væri óhæft í ríkisstjórn (varla væri ég í flokknum ef sú væri skoðun mín) heldur til að benda á að þessi skoðun Finns þýði það að hann vilji vera áfram í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Aðrir stjórnarmöguleikar séu ekki fyrir hendi. Finnur Þór skrifar grein á Maddömuna þar sem hann mótmælir því að hann vilji vera áfram í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, slíkt sé útúrsnúningur. Hins vegar sé það alveg ljóst að VG sé óhæft til setu í ríkisstjórn. Undirritaður svarar og telur Finn Þór hafa svarað sjálfum sér, útiloki hann samstarf með VG komi ekkert annað til greina fyrir Framsókn en samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, nema flokkurinn ætli sér að vera í stjórnarandstöðu.

Kemur þá að síðustu svargrein Finns og kemur þá í ljós að hann telur okkur hafa átt í deilu um það hvort VG sé hæft til ríkisstjórnarsamstarfs! Hvernig ritstjórinn knái komst að þeirri niðurstöðu er mikið undrunarefni. Enn meira undrunarefni er hvernig hann nennti að eyða tíma sínum í slíka deilu, varla bjóst hann við því að meðlimu VG mundi sjá villu síns vegar og samþykkja það að flokkurinn sé óhæfur í ríkisstjórn? Örlar þó á því að hann skilji efni greina minna: "En Kolbeinn sýnir nokkuð óvæntan og næman skilning á hlutskipti framsóknarmanna þegar hann kemst þannig að orði að " [Framsóknarflokkurinn eigi] einungis tvo kosti og báða slæma: að sitja áfram í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, eða að bjóða fram til setu í stjórnarandstöðu.""

Hér hefur Madömmuritstjórinn loksins séð glætu í svartnætti deilunnar. Og ekki nóg með það, líkt og fyrri daginn er hann algjörlega sammála þessari greiningu undirritaðs. Hvernig Finnur Þór Birgisson nennti að skrifa tvær svargreinar við greinum sem hann síðan opinberar að hann sé sammála, er hins vegar ofvaxið skilningi undirritaðs. Líklega verða þetta síðustu orð í þessari deilu, nema Finnur Þór bregði út af þeim vana sínum að svara rökleysum sínum sjálfur.

kóp

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.