Átaks er þörf í félagslega húsnæðiskerfinu

Mikið hefur verið rætt um vanda þann sem við blasir í félagslega húsnæðiskerfinu, ekki síst í kjölfar kæru á hendur ríki og borg vegna úrræðaleysis. Talið hefur verið að um 3000 íbúðir vanti til að leysa úr vandanum og veita öllum þak yfir höfuðið. Stóran hluta vandans er að finna í Reykjavík, enda ekki að furða þar sem þar býr stór hluti þjóðarinnar. Borgaryfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu vel við þessum vanda, m.a. á síðum Múrsins. Þó margt sé til í þeirri gagnrýni verður þó að hafa í huga að þessi vandi er ekki síst til kominn vegna aðgerða ríkisvaldsins og aðgerðarleysi þess stendur í vegi fyrir úrbótum.

Það eru ekki síst vaxtahækkanir á félagslegum lánum sem valda því að erfiðlega gengur að leysa úr húsnæðisvandanum. Ríkisvaldið skellti þeim hækkunum á með þeim afleiðingum að sveitarfélögin sitja nú í súpunni. Þetta er ekki fyrsta dæmið um að aðgerðir ríkisstjórnarinnar valdi sveitarfélögunum vanda og eitt af brýnustu pólitísku úrlausnarefnunum er að finna jafnvægi á milli verka- og tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Margar mótvægisaðgerðir eru nauðsynlegar og raunhæfar til að draga úr þessum vanda og kemur hækkun húsaleigubóta þar fyrst upp í hugann. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki gripið til neinna aðgerða og vísar þess í stað á sveitarfélögin. Auk þessa hefur ríkisstjórnin þráast við veita stofnstyrki til bygginga félagslegra íbúða.

Þessi stefna ríkisstjórnarinnar, að hækka vexti af lánum og draga þar með úr niðurgreiðslu á félagslegu húsnæði, að neita að hækka húsaleigubætur og veita stofnstyrki, er einhver stærsti þáttur þess vanda sem blasir við í félagslega húsnæðiskerfinu. Borgaryfirvöld hafa varið um milljarði til uppbygginga félagslegra íbúða árlega síðustu árin og ljóst er að það dugar hvergi til. Hér þurfa margar hendur að leggjast á plóginn. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur talað fyrir átaki í þessum málum. Átaki þar sem ríki og sveitarfélög, verkalýðsfélög, atvinnurekendur og lífeyrissjóðir leggjast öll á eitt við að koma þessum málum í skikkanlegt horf. Hingað til hafa stjórnvöld ekki þekkst þetta góða boð, enda virðist félagsmálaráðherra láta betur að vera með hnífilyrði í fjölmiðlum en að taka á vandanum af fullri einurð.

kóp

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.