Átaks er þörf í umhverfismálum

Nýlegar skýrslur í alþjóðlegra vísindamanna gefa ekki tilefni til bjartsýni í umhverfismálum. Því er spáð að hiti lofstlags muni hækka um allt að 5,8º á celsíus ef allt fer á versta veg. Bjarstýnustu gera ráð fyrir að lofstlag hlýni ekki "nema" um 1,5ºC, en í ljósi þess að á síðustu öld hlýnaði lofstlag um 0,4-0,8ºC er þetta alvarlegar fregnir. Vísindmenn eru sammála um að þessi mikla hitaaukning sé að mestu af mannavöldum. Af því leiðir að hægt er að taka á vandamálinu og snúa því til betri vegar. Til þess þarf hins vegar samstillt átak alls mannkyns.

Á meðan valdhafa á borð við George W. Bush og Davíð Oddsson ráða ríkjum eru hins vegar litlar líkur á því að slíkt átak verði að veruleika. Kyotobókunin er miklvægur liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum, en hún er engin heildarlausn, aðeins einn þáttur af mörgum. Staðfesting hennar er hins vegar fyrsta skrefið til að taka á þessum sameiginlegu vandamálum heimsbyggðarinnar. Ábyrgir stjórnmálamenn ættu því að róa að því öllum árum að hún verði að veruleika. Sérhlífnir pólitíkusar gætu hins vegar orðið til þess að svo verði ekki. Leiðtogar nokkurra ríkustu þjóða heims eru ekki tilbúnir til þess að draga úr gróða fyrir hönd þjóða sinna til að taka á vandamálinu. Þann flokk fylla fyrrnefndir ráðmenn, þeir Bush yngri og Davíð Oddsson.

Til að ná árangri í loftslagsmálum þarf að draga verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Stóriðjustefna ríkisstjórnarinnar rímar illa við þá staðreynd. Það er hins vegar ánægjulegt að heyra af hugmyndum um lestarkerfi í höfuðborginni. Vel rúman helming af bílaflota landsmanna er að finna í Reykjavík, auk þess sem þangað sækir fólk úr öðrum byggðarlögum og þá yfirleitt á bílum. Á hverjum degi er því mikill fjöldi bíla á ferð í höfuðborginni með tilheyrandi mengun. Ein af brýnustu aðgerðum í umhverfismálum er að draga úr þessari miklu bílaumferð. Það verður hins vegar ekki gert nema með því að bjóða upp á raunhæfan kost í almenningssamgöngum. Neðanjarðarlestarkerfi sem kallaðist á við strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins væri mikilvægur áfangi í samgöngumálum. Tilkoma þess mundi draga stórlega úr umferð einkabíla.

Fleiri slíkar metnaðarfullar hugmyndir þarf til að almennilega sé hægt að taka á því vandamáli sem aukinn loftslagshiti leiðir af sér. Í þeirri vinnu má ekki láta stundarhagsmuni yfirgnæfa langtímahagsmuni mannkyns alls. Skjótfengur gróði er skammgóður vermir, ekki síst ef hann næst ekki nema með því að vinna gegn hagmunum mannkynsins. Það væri óskandi að fleiri stjórnmálamenn gerðu sér grein fyrir því hve gífurlegt vandamál er hér á ferð. Þeir sem ekki sjá það eiga hins vegar ekkert erindi á valdastóla.

kóp

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.