Þjóðfélagsrýninn listamaður

Í dag eru sextíu ár liðin síðan eitt af höfuðskáldum 20. aldarinnar leit fyrst dagsins ljós. Robert Zimmerman var hann nefndur af foreldrum sínum, en síðar meir breytti hann nafni sínu til að heiðra eitt af yndisskáldum sínum Dylan Thomas. Bob Dylan átti eftir að breyta menningarsögu 20. aldarinnar, bæði tónlistarlega og bókmenntalega. Ljóð hans eru kennd við háskóla um allan heim, lög hans hljóma um veröld alla, hann breytti rokktónlist til frambúðar, setti rokk í þjóðlagatónlist og vitræna texta í stað sí lofsjú je je je þess tíma.

Dylan heillaðist snemma af þjóðlagatónlist, ekki síst af þekktasta tónlistarmanni þess geira, Woody Guthrie. Hann átti síðar eftir að hitta Guthrie og hafði þá sungið óð til hans. Þar má sjá auðmýkt yngri mannsins í garð hins eldri og viðurkenningu hans á því að Dylan væri sporgöngumaður:

Hey, Woody Guthrie, but I know that you know
All the things that I’m a-sayin’ an’ a-many times more.
I’m a-singin’ you the song, but I can’t sing enough,
’Cause there’s not many men that done the things that you’ve done.

Óðurinn til Woody var á fyrstu plötu Dylans sem kom út árið 1962 og bar einfaldlega nafn hans. Þar mátti finna blöndu af þekktum þjóðlögum, líkt og House of the Rising Sun, og lagasmíðum Dylans. Þar kvað við þann tón sem einkenndi Dylan næstu árin. Í kjölfarið fylgdu fleiri skífur af þessum toga, Dylan var einn með kassagítarinn og sagði samfélaginu til syndanna. Ekkert var honum óviðkomandi, hann stakk á kýlum samfélagsins og sýndi fram á hræsni valdhafanna. Í With God on our side fór hann yfir átakasögu Bandaríkjanna og gagnrýndi stríðsrekstur í hvaða myndum sem hann birtist og ekki síst þá staðföstu trú valdhafanna að gjörðir þeirra væru guði þóknanlegar:

But now we got weapons
Of the chemical dust
If fire them we’re forced to
Then fire them we must
One push of the button
And a shot the world wide
And you never ask questions
When God’s on your side.

So now as I’m leavin’
I’m weary as Hell
The confusion I’m feelin’
Ain’t no tongue can tell
The words fill my head
And fall to the floor
If God’s on our side
He’ll stop the next war.

Dylan hefur alltaf verið óhræddur við að fara ótroðnar slóðir og ekki hefur öllum alltaf líkað það. Á tónleikum breytir hann textum og lögum að vild, útsetur upp á nýtt. Þannig helst tónlist hans lifandi í flutningi. Árið 1965 kom Dylan aðdáendum sínum í opna skjöldu með plötunni Highway 61 Revisited. Dylan hafði staðið með báða fætur í þjóðlagaheiminum og tryggustu aðdáendur hans þóttust því sviknir þegar fyrsta lag plötunnar, Like a Rolling Stone, hljómaði með kröftugu rokkundirspili. Þó Dylan hefði tekið rafmagnið í þjónustu sína og væri farinn að rokka voru textarnir jafn beittir og fyrr.

Princess on the steeple and all the pretty people
They’re drinkin’, thinkin’ that they got it made
Exchanging all kinds of precious gifts and things
But you’d better lift your diamond ring, you’d better pawn it babe
You used to be so amused
At Napoleon in rags and the language that he used
Go to him now, he calls you, you can’t refuse
When you got nothing, you got nothing to lose
You’re invisible now, you got no secrets to conceal.

Dylan hefur víða komið við. Plötur hans innihalda þjóðlög, þjóðlagarokk, kántrí-tónlist, nútíma sálmatónlist og margt fleira. Tónlist hans er ekki flókin, en hann hefur gott lag á að semja melódíur og bregður oft skemmtilegum hljómagangi fyrir sig. Aðall hans hefur þó ætíð verið textagerðin og bera lög hans þess oft merki, en hann er óhræddur við að fella laglínur að textum og oft eru einstaka setningar of langar fyrir laglínuna – og þá verður bara að hafa það. Rauði þráðurinn í verkum hans er barátta fyrir bættum heimi, lítilmagnanum og auknum jöfnuði. Dylan bendir á það sem miður fer í samfélagi mannanna, beinir kastljósinu að brotalömum kerfisins sem er ekki síst að finna í meðferð þess á lítilmagnanum. En hann er ekki eingöngu sósíalrealískt skáld, textar hans eru fjölbreyttir og fjalla um heiminn í flestum myndum hans.

Dylan er enn að þótt hann sé orðinn sextugur. Það má segja að á síðustu árum hafi hann hlotið uppreisn æru og í dag er hann vinsælli en hann hefur verið um langa hríð. Hann hefur ætíð verið dulur og forðast fjölmiðla, ef undan eru skilin fyrstu árin. Það hlýtur enda að vera erfitt að vera stimplaður sem lausnari heillar kynslóðar um tvítugt. Hann hefur þó aldrei misst sjónar á uppruna sínum. Lög Dylans munu lifa um aldur og ævi, en það er ekki síst þjóðfélagsádeilan í formi stórgóðra texta sem mun halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Við skulum enda þessa ófullkomnu umfjöllun um einn mesta listamann sögunnar á ljóðinu um einmanalegan dauðdaga Hattie Carroll, The Lonesome Death of Hattie Carroll:

William Zanzinger killed poor Hattie Carroll
With a cane that he twirled around his diamond ring finger
At a Baltimore hotel society gath’rin’.
And the cops were called in and his weapon took from him
As they rode him in custody down to the station
And booked William Zanzinger for first-degree murder.
But you who philosophize disgrace and criticize all fears,
Take the rag away from your face.
Now ain’t the time for your tears.

William Zanzinger, who at twenty-four years
Owns a tobacco farm of six hundred acres
With rich wealthy parents who provide and protect him
And high office relations in the politics of Maryland,
Reacted to his deed with a shrug of his shoulders
And swear words and sneering, and his tongue it was snarling,
In a matter of minutes on bail was out walking.
But you who philosophize disgrace and criticize all fears,
Take the rag away from your face.
Now ain’t the time for your tears.
Hattie Carroll was a maid of the kitchen.
She was fifty-one years old and gave birth to ten children
Who carried the dishes and took out the garbage
And never sat once at the head of the table
And didn’t even talk to the people at the table
Who just cleaned up all the food from the table
And emptied the ashtrays on a whole other level,
Got killed by a blow, lay slain by a cane
That sailed through the air and came down through the room,
Doomed and determined to destroy all the gentle.
And she never done nothing to William Zanzinger.
But you who philosophize disgrace and criticize all fears,
Take the rag away from your face.
Now ain’t the time for your tears.

In the courtroom of honor, the judge pounded his gavel
To show that all’s equal and that the courts are on the level
And that the strings in the books ain’t pulled and persuaded
And that even the nobles get properly handled
Once that the cops have chased after and caught ’em
And that the ladder of law has no top and no bottom,
Stared at the person who killed for no reason
Who just happened to be feelin’ that way without warnin’.
And he spoke through his cloak, most deep and distinguished,
And handed out strongly, for penalty and repentance,
William Zanzinger with a six-month sentence.
Oh, but you who philosophize disgrace and criticize all fears,
Bury the rag deep in your face
For now’s the time for your tears.

kóp

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.