Merkur dómur á tímamótum

Kýraugsstaðadómur hefur verið mörgum ofarlega í huga undanfarið enda nú um þessar mundir 409 ár síðan hann var settur. Það var vorið 1592 sem Oddur Einarsson biskup í Skálholti setti prestum dóminn á prestastefnu að Kýraugsstöðum í Landssveit. Dómurinn er um margt merkilegur, en hann var settur til þess að útrýma ýmsum leifum kaþólskunnar. Sýnir það svo ekki verður um villst að þó að formleg siðaskipti (hvort sem þar var siðbót eða siðhnignun á ferð) hafi farið fram árið 1550 eimdi lengi af gömlum siðum, meira að segja hjá geistlegum mönnum.

Það voru ekki síst ýmsar gamlar bænir og signingar sem skyldu lagðar af, en kaþólskan er ríkari af slíku en lútherskan eins og menn vita. Einnig var gerð gangskör að því að fá sóknarbörn til að vitja sóknarkirkju sinnar reglulega, en miklar brotalamir voru á því. Þá skyldi taka hart á þeim sem ekki vildu læra sinn katekismus og kristilegan lærdóm af ýmsum toga og þeir einfaldlega settir út af sakramentinu. Biskup reyndi einnig að afnema ýmsar þær skemmtanir sem haldnar voru í beinni samkeppni við kirkjulegar hátíðir, eða í það minnsta banna þær á helgum dögum. Má þar nefna hestaþing, vökunætur og smalabúsreiðir.

Kuklið var biskupi líka ofarlega í huga því sérstaka gangskör átti að gera að því að útrýma þeim sið að lækna krankleika ýmiss konar með rúnum og ristum og annarri forneskju. Að lokum var gerð krafa um þrjá bænadaga árlega í hverri sókn og prestum gert skylt að greiða tíund til fátækra, fæða þurfalinga og útrýma óþarfa leti. Áhrif dómsins voru all mikil, þó ekki verði fullyrt að lestir þeir sem honum var ætlað að útrýma hafi með öllu horfið.

kóp

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.