Grínblaðið Kreml.is?

Undanfarið hefur farið fram ansi skrýtin og skemmtileg ritdeila á hinu unga vefriti Kreml.is. Þar hafa þeir Ágúst H. Ingþórsson og Andrés Magnússon karpað um ýmislegt, meint gáfnafar George W. Bush, spádóma Nostradamusar, rannsóknarvinnubrögð og margt fleira. Upphaf deilunnar var þegar Andrés tók upp hanskann fyrir hinn verðandi forseta eftir að honum þótti Ágúst hafa vegið ómaklega að honum með óvísindalegum vinnubrögðum. Ágúst svaraði fyrir sig, sagði skrif sín hafa verið skens eitt og átaldi Andrés fyrir að hafa ekki húmor fyrir þeim.

Þetta væri nú ekki í frásögur færandi ef Ágúst hefði ekki upplýst lesendur Kremls um stefnu þess vefmiðils, eða a.m.k. hvernig hann sér hana. Ágúst telur nefnilega að hin mikla flóra vefmiðla sé ekki vettvangur alvöruskoðanaskipta heldur tæki til að létta brún lesendanna: “Ég lít hins vegar á þá netmiðla sem sprottið hafa upp á síðustu misserum sem hressilegan og háðskan andblæ á fjölmiðla-markaði sem er orðinn of einsleitur, en tek þá um leið hæfilega alvarlega.” Ágúst getur ekki tekið gagnrýni Andrésar alvarlega, heldur “eins og öðru á þessum miðlum, sem tómu skensi og ekki til annars en að brosa að.”

Þar höfum við það. Gestapenni Kremlar hefur dæmt vefritið (og raunar öll vefrit) sem grínblað og allt sem þar birtist sem tómt skens. Gaman væri að vita hvort þetta er ristjórnarstefna Kremlar.is. Að umræðan sé aðalatriðið, til að halda henni gangandi sé í lagi að fara rangt með staðreyndir. Og sé þörf á léttleika og skensi sé í lagi að byggja á uppspuna og umgangast hann sem sannindi. Erfitt er að segja hvort slík ritstjórnarstefna flokkast undir póstmódernisma eða hvort hér er á ferðinni grínblað sem ekki ber að taka alvarlega. Spyr sá sem ekki veit.

kóp

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.