Öldin gerð upp

Um þessar mundir er í tísku í hjá fjölmiðlum að gera upp tuttugustu öldina, til dæmis með því að velja „hitt og þetta-aldarinnar“. Múrinn er vinsældasækið vefrit og flýtur iðulega með straumnum. Því varð úr að nokkrir ritstjórnarmeðlima byggju til lista yfir það sem markverðast verður að telja jafnt á íslenskum sem erlendum vettvangi á nýliðinni öld. (Þetta er gert, þrátt fyrir tortryggni ritstjórnar í garð slíkra lista, enda liggur lítil lýðræðishugsun að baki þeirra, heldur hvetja þeir til elítisma.) Niðurstöður urðu sem hér segir:

Ísland:

1. Sagan

Maður aldarinnar: Brynjólfur Bjarnason, fyrir að hafa lagt grunn að menntastefnu landsins marga áratugi fram í tímann.

Kona aldarinnar: Katrín Thoroddsen fyrir að ryðja getnaðarvörnum braut á Íslandi.

Útlendingur aldarinnar (á Íslandi): Gervasoni, ungur landflótta Frakki sem neitaði að gegna herþjónustu í heimalandi sínu í upphafi níunda áratugarins. Íslenska ríkisstjórnin riðaði til falls, þar sem Guðrún Helgadóttir hótaði að láta af stuðningi sínum við hana ef pilturinn yrði sendur aftur til Frakklands.

Mesta breyting aldarinnar: Þegar Kaupmannahöfn hætti að vera menningarleg höfuðborg Íslands.

Merkilegasta ár aldarinnar: 1918.

2. Stjórnmálin

Fremsti stjórnmálamaðurinn: Jónas Jónsson, fyrir að vera arkitekt íslenska flokkakerfisins.

Ráðherra aldarinnar: Lúðvík Jósepsson, lykilmaður í útfærslu landhelginnar.

Merkustu stjórnmálaviðburðirnir: Gúttóslagurinn og fánatakan 1913.

Mikilvægasta breytingin: Almennur kosningaréttur óháð efnahag sem innleiddur var 1934.

3. Menning og dægradvöl

Merkustu rithöfundarnir: Halldór Laxness og Guðrún frá Lundi.

Bestu bækurnar: „Ástir samlyndra hjóna“ eftir Guðberg Bergsson og „Bréf til Láru“ eftir Þórberg Þórðarson.

Fremsta (og óvinsælasta) tónskáldið: Jón Leifs.

Málverk aldarinnar: „Þorgeirsboli“ eftir Jón Stefánsson.

Besta dægurlagið: „Rúdolf“ með hljómsveitinni Þey.

Íþróttaafrekið: Ferna Ríkharðs Jónssonar í landsleik gegn Svíum á Melavellinum.

4. Vísindi og tækni

Merkasta nýjungin: Hitaveitan frá Reykjum og lagning lengstu hitaleiðslu í heimi í tengslum við hana.

Bestu fræðiritin: „Landfræðisaga Íslands“ eftir Þorvald Thoroddsen og bókaröðin „Fiskarnir“, „Fuglarnir“ og „Spendýrin“ eftir Bjarna Sæmundsson.

Sérkennilegasta vísindakenningin: Kenningar Alexanders Jóhannessonar um frumtungu mannkyns, sem hann áleit byggða upp af eins-atkvæðis upphrópunum.

Mestu framfarasporin: Vélvæðing fiskveiðanna.

Útlönd:

1. Sagan

Maður aldarinnar: Mohandas Karamchand Gandhi.

Kona aldarinnar: Emma Goldman.

Íslendingur aldarinnar (í útlöndum): Vilhjálmur Stefánsson.

Mesta breyting aldarinnar: Hrun hinnar gömlu heimsmyndar, með Evrópu sem drottnara heimsins, í blóðbaði fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Merkilegasta ár aldarinnar: 1918.

2. Stjórnmálin

Fremsti stjórnmálamaðurinn: Lenín.

Ráðherra aldarinnar: Clement Attlee, fyrir velheppnaða þjóðnýtingu lykilstofnana bresks þjóðfélags eftir heimsstyrjöldina síðari.

Merkasti stjórnmálaviðburðurinn: Rússneska byltingin.

Mikilvægasta breytingin: Sigurför þingræðis víða um heim.

3. Menning og dægradvöl

Merkustu rithöfundarnir: William Heinesen og Heinrich Böll.

Besta bókin: „På gjengrodde stier“ (Grónar götur) eftir Knut Hamsun.

Fremsta tónskáldið: Dmitri Shostakovich.

Málverk aldarinnar: „Girl drowning“ eftir Roy Lichtenstein.

Besta dægurlagið: „God save the Queen“ með Sex Pistols, sem rokseldist í miðjum hátíðarhöldunum á 25 ára krýningarafmæli Elísabetar Bretadrottningar.

Íþróttaafrekið: Sigur Uruguay í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Brasilíu árið 1950.

4. Vísindi og tækni

Merkasta nýjungin: Penicillin.

Besta fræðiritið: „Über spezielle und allgemeine Relativitätstheorie“ eftir Albert Einstein og „Les mots et les choses“ eftir Michel Foucault.

Sérkennilegasta vísindakenningin: Gaiu-kenningin, sem gerir ráð fyrir að jörðin sé lífvera sem hegði sér á sama hátt og aðrar lífverur.

Mesta framfarasporið: Útvarpstæknin.

sp/sj/sh/kóp/áj

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.