Alþjóðleg samstaða með Palestínumönnum

Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna er alþjóðlegur samstöðudagur þann 29.nóvember ár hvert til stuðnings réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar. Félagið Ísland-Palestína gengst fyrir opnum fundi í tilefni dagsins á Kornhlöðuloftinu, Lækjarbrekku (við Bankastræti), miðvikudagskvöldið 29. nóvember kl. 20. Fjallað verður um stríðsástandið í Palestínu og hvað Íslendingar geta gert palestínsku þjóðinni til hjálpar.

Omar S. Kittmitto sendiherrra, yfirmaður aðalsendinefndar Palestínu á Íslandi með aðsetur í Osló, flytur aðalræðu kvöldsins. Guðbjörn Björnsson læknir segir frá því sem hann sá í Palestínu fyrir rúmri viku. Jóhanna K. Eyjófsdóttir, mannfræðingur og framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, greinir frá nýrri skýrslu AI um Ísrael og Palestínu. Bubbi Morthens og Hörður Torfason taka lagið og Kristín Ómarsdóttir skáld les upp. Fundarstjóri verður Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins, nýkominn frá Palestínu.

– Fréttatilkynning

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.