Afstýrum verkfalli!

Nú er rétt rúmlega vika þar til fyrirhugað verkfall kennara skellur á, ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma. Ekki er útlitið bjart og nýjasta útspil launagreiðenda, að ætla sér ekki að greiða laun nema fram til 7. nóvember, gefur ekki tilefni til bjartsýni. Það lýtur því allt út fyrir að á sóvéska byltingardaginn hefjist víðtækt verkfall kennara í framhaldsskólum.

Verkföll kennara hafa verið tíð í gegnum árin og ekki er að sjá að þau hafi skilað kennurum miklu. Stífni hins opinbera virðist óumræðanleg staðreynd og það virðist vera almennt viðhorf þar á bæ að kennarar hafi það bara fínt. Þrátt fyrir að verkföll hafi ekki skilað miklum kjarabótum á undanförnum árum, er óhægt um vik fyrir kennara. Einhvern veginn verða þeira að heyja sína launabaráttu. Þó mættu þeir horfa til stétta eins og sjúkraliða og annarra umönnunarstétta. Fyrir nokkrum árum hófst markviss herferð þar á bæ til að bæta ímynd stéttanna, losna við þá ímynd að hér væru á ferð óánægðir starfsmenn að krefjast úrbóta. Skemmst er frá því að segja að þessar stéttir hafa á undanförnum árum náð mun meiri kjarabótum en kennarar.

Það er brýn þörf á viðhorfsbreytingu til starfs kennara og til menntakerfisins í heild sinni. Það er ekki ásættanlegt að við greiðum minna til menntamála heldur en hinar norðurlandaþjóðirnar. Það er engum til framdráttar að þær starfsstéttir sem sjá um uppeldi barnanna með foreldrum séu sífellt óánægð með kjör sín og aðstæður. ‘Menntun er fjárfesting til framtíðar’ segja stjórnarherrarnir á hátíðarstundum og í kosningabaráttu. Það er tími til kominn að þeir fjárfestingarmöguleikar verði nýttir.

Á dögunum kom Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, fram í fjölmiðlum og lýsti því yfir að kröfur kennara þýddu aukin útgjöld upp á einn og hálfan milljarð. Hversu há útgjaldaaukningin verður skal látið liggja á milli hluta. En er ekki einsýnt að ástæða þess að mikla útgjaldaaukningu þarf í þennan málaflokk er að núverandi útgjöld eru ekki nægjanleg? Gott og heilbrigt menntakerfi, með ánægðum vellaunuðum starfsmönnum á að vera keppikefli stjórnmálamanna. Það er löngu tímabært að viðurkenna mikilvægi þess starfa að mennta æsku landsins. Það er jú æskan sem á eftir að stýra samfélaginu þegar þar að kemur og við hljótum að vilja búa hana sem best undir það.

kóp

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.