The Eagle has landed!

Múrinn – vefrit um þjóðmál, pólitík og menningu hefur hafið göngu sína. Ritið er gefið út af Málfundafélagi úngra róttæklínga (M.Ú.R.) sem var stofnað í nóvembermánuði 1999. Markmið þess er að auka vægi róttækra sjónarmiða í íslenskri þjóðmálaumræðu.

Á forsíðu Múrsins verða sagðar nýjar fréttir af þjóðmálum, pólitík og menningu alla virka daga en nýju efni verður að jafnaði bætt inn á undirsíður á þriggja daga fresti. Skipulag þeirra er sem hér segir:

Í „Hleðslunni birtast stærri greinar um þjóðfélagsmál, jafnt málefni líðandi stundar sem grundvallarhugmyndafræði vinstrimanna. Auk ritstjórnar munu gestapennar rita í Hleðsluna eftir föngum.

Úr glerhúsinu er eins og nafnið gefur til kynna vettvangur fyrir greinar í léttum dúr. Þar munu einnig birtast vel valdar tilvitnanir í umfjöllun annarra fjölmiðla um málefni líðandi stundar.

Menning og þó… er heitið á menningarsíðum Múrsins. Þar birtast greinar um það sem er efst á baugi í menningarlífinu, jafnt hvað varðar hámenningu sem lágmenningu.

Á tenglasíðu Múrsins er vísað á fjölda vefrita og heimasíðna hérlendis sem erlendis. Þar er einkum um að ræða efni sem tengist umhverfisvernd, friðarbaráttu, jafnréttismálum og vinstri róttækni.

áj/kóp/sh/sj/sp

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.